Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 6
116
MENNTAMÁL
GUNNAR M. MAGNÚSS
kennari, sem lengi hefur starfað við Austurbæjarskól-
ann undir stjórn Sigurðar Thorlaciusar og jafnframt verið
samstarfsmaður hans í samtökum kennara, segir í minn-
ingargrein í Þjóðviljanum:
„Þegar Sigurður Thorlacius tók við stjórn og forystu
Austurbæjarskólans í Reykjavík fyrir rúmum 15 árum,
var hann lítt kunnur maður. Honum var þá þrítugum að
aldri fenginn í forsjá stærsti skóli landsins með miklum
nemendafjölda og fjölmennu kennaraliði, svo að það eitt
var ástæða til þess að menn spyrðu: Hver er maðurinn,
sem var tekinn fram yfir hina þekktu og reyndu skóla-
menn, er einnig kepptu um þessa stöðu? Brátt urðu kunn
þau deili á honum, að hann væri sonur læknishjónanna frá
Búlandsnesi, Ragnhildar og Ólafs Thorlacius, og hefði alizt
upp austur þar við nám og líkamleg störf, tekið stúdents-
próf árið 1922, síðan próf í forspjallsvísindum og kennara-
próf 1924. Þá hafði hann horfið heim til átthaganna og
haldið unglingaskóla á Djúpavogi 3 ár til hátíða, en róið
seinni hluta vetrar. Tók hann þá að búa sig undir fram-
tíðarstarfið, sigldi til meginlandsins og hélt til Genf í
Sviss. Stundaði hann þar nám í uppeldis- og barnasálar-
fræði við hina frægu Rousseau-stofnun. Fyrrihlutapróf
tók hann þar 1929 og síðari hlutann 1931. Var aðalritgerð-
in um almennt þroskastig barna í Reykjavík, byggð á eigin
rannsóknum. Hlaut hún ágætis vitnisburð og var partur
úr henni birtur í alþýðlegu riti stofnunarinnar. — Um
þær mundir kvæntist Sigurður Áslaugu Kristjánsdóttur
bónda Jónssonar frá Fremsta-Felli í Suður-Þingeyjarsýslu.
Þegar Sigurður hafði tekið við skólastjórn, kom brátt
í ljós, að hann var maður nýs tíma. Hann hafði búið sig
rækilega undir starfið á vettvangi uppeldismálanna og þó
öllu fremur gert sig hæfan til vísindastarfa og rannsókna
á þeim sviðum. Suður í löndum hafði hann komizt í líf-