Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 16
126 MENNTAMÁL að þroskast eftir því, sem honum væri eðlilegast. Geri ég ráð fyrir, að Sigurður verði jafnan talinn í hópi þeirra, sem mest og bezt hafi mótað þróun íslenzkra uppeldis- mála á fyrri hluta þessarar aldar. Hann bar gæfu- til þess að njóta trausts og aðstoðar góðra skólamanna, sem áttu lík áhugamál og hann. En Sigurður sýndi einnig áhuga sinn á uppeldismálum með sögunum sínum, sem hann þýddi eða ritaði fyrir börn og unglinga. SJcáldið Sigurður Thorlacius mun eiga eftir að leiða margt ungmennið inn í þann undraheim dýra og blóma, sem hann sjálfur hafði orðið snortinn af á bernskustöðvum sínum. Sigurður var starfandi í Rauða krossinum, og um langt skeið átti hann sæti í Barnaverndarráði. Innan stéttar sinnar voru Sigurði Thorlacius falin ótal mörg trúnaðarstörf, sem of langt yrði hér upp að telja. Auk þess er alkunna, að hann lét félagsmál opinberra starfsmanna mikið til sín taka. En þátttaka hans þar var nátengd þeirri hugsjón, að engir þegnar þjóðfélagsins skyldu gerðir afskiptir af þjóðarauðnum, og bætt skyldu kjör þeirra, sem starfa án þess að hljóta sitt daglega brauð, eins og Guð ætlast til. En á þeim málum hafði Sigurður ávallt áhuga. Eins og oftast, þegar athafnamenn eiga í hlut, eignast þeir andstæðinga, sem líta öðrum augum á hlutina en sjálfir þeir. En engir af andstæðingum Sigurðar munu láta fylgja honum annað en blessunaróskir yfir á eilífðar- landið. Allir, sem þekktu hann nokkuð, vissu það vel, að hann var fyrst og fremst hugsjónamaður, sem þráði að byrðar lífsins yrðu léttari á hugum mannanna." INGIMAR JÓHANNESSON kennari, formaður Sambands íslenzkra barnakennara, segir í Tímanum: „Árið 1930 tók Sigurður við stjórn Austurbæjarskólans

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.