Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 24
134
MENNTAMÁL
nafn Jóns er við skólann tengt, og víst var það hann,
sem fyrstur gerði þar garðinn frægan. Við erum í engum
vafa um það, að úr flokki þeirra Flensborgara, sem í
skólanum hafa verið eftir að Jón Þórarinsson lét þar af
stjórn, mundu þjóðkunnir ágætismenn með sérstakri
ánægju hafa ritað nöfn sín undir ávarp þetta, ef þess
hefði verið farið á leit við þá. En hitt varð að ráði, að
leita ekki á þann hátt beint til þeirra, er eigi höfðu sjálfir
verið nemendur hans.
Nú er við höfum rætt þetta mál við ýmsa Flensborgara
og hvarvetna við beztu undirtektir, hefur það ráðizt, að
við skrifuðum þetta bréf, sem við nú leyfum okkur að
senda yður og ýmsum öðrum. En marga, sem við hefðum
óskað að ná til, vitum við ekki hvar nú er að finna. Væri
okkur kært, ef þér vilduð hreyfa málinu við þá af kunn-
ingjum yðar, sem þér teljið sennilegt, að kynnu að vilja
leggja því lið. Framlög frá hverjum einum yrðu að sjálf-
sögðu eftir hans eigin högum og óskum, og viljum við
biðja um, að þau verði send til Egils Hallgrímssonar
kennara á Bárugötu 3 í Reykjavík.
Brjóstlíkanið hefur Ríkarður Jónsson listamaður lofað
að gera, þegar þar að kemur. Vonum við, að nægilegt
fé fáist til þess, að á sínum tíma verði unnt að steypa
það í eir.
Með beztu kveðjum og fyrirfram þökk fyrir liðsinni
í málinu,
Aðalbjög Sigurðardóttir frú, kennari, Asgeir G. Stefánsson fram-
kvœmdastjóri, Asmundur Gestsson kennari, Björn H. Jónsson skóla-
stjóri, Egill Hallgrimsson kennari, Einar Arnórsson dr. jur., fyr ráð-
herra og hcestaréttardómari, Gunnlaugur Kristmundsson sandgrccðslu-
stjóri, Halldór Hansen dr. med., Knud Zimsen fyr borgarsljóri, Lárus
Bjarnason fyi skólastjóri, Olafur Böðvarsson sparisjóðsstjóri, Ólafur
Proppé konsúll, framkvœmdastjóri, Sigurgeir Gislason fyr sparisjóðs-
gjaldkeri, Sncebjörn Jónsson bóksali, Þórarinn Egilson framkvcemda,-
stjóri.