Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL 149 móttökurnar. — Ákveðið var, að næsti fundur yrði haldinn í Suður- Þingeyjarsýslu. Snorri Sigfússon námsstjóri flutti snjallt erindi um nokkur atriði skólamála í útvarpið 31. ágúst s.l. Var það framsöguerindi það, sem hann flutti á ársfundi presta og kennara á Hólum í sumar. Sagði liann meðal annars, að mannrœktin væri mikilvægasta starf allar skólastofnana. Farskólana taldi hann með öllu úrelta og væri það óumflýjanleg nauðsyn að stofna velútbúin skólaheimili — heimavistarskóla — í sveitúm lands- ins, og mættu íbúar þeirra engan veginn sætta sig við minni kröfur fyrir sína hönd og barna sinna. Arngrímur Kristjánsson skólastjóri er kominn heim úr ferðalagi sínu erlendis. Hann liefur lengst af dvalið í Englandi, en til Noregs fór hann um leið og norska ríkis- stjórnin kom heim úr útlegðinni. Norsk Skuleblad birti 30. júní s. 1. grein eftir liann um íslenzk skólamál. Greininni fylgdu myndir af Arngrími og Melaskólanum nýja. Um barnavernd í Reykjavík skrifar Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi mjög rækilega í Morgun- blaðið 29. og 31. maí s.l. Sýnir hann þar fram á, að þörf sé skjótra og raunhæfra aðgerða í þeim málum og nefnir einkum þrennt, sem gera þurfi: Setja ný lög, sem skapa barnaverndarnefndum ákveðnara og meira vald og betri starfsskilyrði. Auka starfslið barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Starfrækja upptökuheimili fyrir pilta og stúlkur, og koma upp heimavistarskóla í nágrenni Reykjavíkur fyrir þau skólaskyld börn, sem ekki eiga samleið með öðrum börnum í skólanum. Skúlablaðið 3 fyrstu hefti yfirstandandi árgangs hafa verið send Menntamálum. Kennarafélag Færeyja gefur blaðið út, en í því eru nú 156 félags- menn. Ritstjórar eru Marius Johannesen, Mikladali, og Jacob M. Kjeld, Tórshavn. Blaðið er í nokkru minna broti en Menntamál og kemur út 6 sinnum á ári, 20 bls. hvert hefti. Það er ritað af fjöri og jtrótti og flytur góðar greinar og ber gott vitni um menningaráhuga stéttarbræðra okkar í Færeyjum. íslenzkir kennarar gætu efalaust haft gagn af að kaupa blaðið og lesa. Utanáskrift þess er: Skúlablaðið, c/o J. M. Kjeld, Tórshavn.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.