Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 28
138 MENNTAMÁL nefndin alls kostar sammála um tilgang frumvarpsins: Sögðu sumir nefndarmenn, að henni gengi sparnaður til, en aðrir kváðust ætla að verja drjúgum hluta þess fjár, er sparaðist, til unglingaskóla, en nokkrir töldu mesta nauðsyn að koma í veg fyrir að fræðslukerfið frá 1907 festist. Þorsteinn M. Jónsson tók fyrstur til máls eftir að nefndin hafði talað fyrir frumvarpi sínu. Hélt hann langa og snjalla ræðu gegn frumvarpinu og hrakti ástæð- ur nefndarinnar lið fyrir lið. Eftir snarpar umræður og mikið þóf felldi alþingi „barnaútburðarfrumvarpið", eins og það var kallað af andstæðingum þess. Verður Þor- steini og þeim mönnum, sem bezt gengu fram í að fá frumvarpið drepið, seint fullþakkað. Þótt Þorsteinn léti af þingmennsku, hætti hann ekki að starfa að menningarmálunum. Hann fluttist til Akur- eyrar 1921 og var kennari við barnaskólann þar til 1932. Jafnframt rak hann bóksölu á Akureyri og gaf út marg- ar ágætar bækur og starfaði mikið í góðtemplararegl- unni, en áður hafði hann verið áhugasamur ungmenna- félagi, stofnaði meðal annars fyrsta ungmennafélag á Austurlandi, Morgunstjörnuna í Vallahreppi, árið 1906. Árið 1935 varð Þorsteinn skólastjóri gagnfræðaskólans á Akureyri. Hann er ágætur skólamaður. Viðhorf hans til menningarmálanna má nokkuð marka af ræðu, sem hann flutti við uppsögn skóla síns s.l. vor og birt er í Tímanum 17. ágúst s.l. Þar segir hann meðal annars: „Viðfangsefni skólanna og námsgreinar þeirra eiga að vera til þess að gefa öllum mönnum sömu möguleika til þroskunar og gera þá hæfa til þess að verða sjálfstætt hugsandi menn. Eins og leikfimi og sund styrkir likama þeirra, er það iðka, en gerir þá samt ekki líkari hvern öðrum, þá eru hinar bóklegu námsgreinar nokkurs konar andleg leikfimi, er þjálfar hugsun manna, og eiga að vera til þess að gera menn hæfari til þess að ganga sann- leikanum á hönd, hæfari til þess að verða andlega frjálsir,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.