Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
129
Mesta vandamáliS
VIÐTAL VIÐ HALLDÓR GUÐJÓNSSON
(í síðasta hefti Menntamála var getið fimmtugsafmælis Halldórs
Guðjónssonar, skólastjóra í Vestmannaeyjum, og hirt mynd af honum.
Nokkru seinna bar saman fundum Halldórs og ritstjóra Menntamála,
og notaði ritstjórinn tækifærið til þess að spjalla við Halldór um
reynslu hans sem skólamanns, en Halldór hefur starfað að kennslu
í 24 ár og verið skólastjóri 6 ár af þeim tíma. Fer Iiér á eftir kafli
úr þessu samtali.)
„Ef ég ætti að segja nokkuð um sjálfan mig í sambandi
við þessi tímamót," segir Halldór, þegar talið berst að
fimmtugsafmæli hans, „þá er það helzt það, að ég er
sérstaklega þakklátur forsjóninni fyrir allt samstarf við
kennara og nemendur.“
„Þér hefur lánazt vel stjórn á nemendum, hef ég heyrt,“
segi ég.
Halldór ber ekki á móti því, en segir:
„Ef ég ætti að minnast nokkurs sérstaks í því sam-
bandi, þá er það sú meginregla, sem ég hef fylgt, að
banna sem fæst og fyrirgefa sem mest. Forðast yfirheyrsl-
ur og rekistefnur út af smámunum, sem oftast má rekja
til hÍTis eðlilega barnslega breyskleika.“
„Þú hefur ekki látið pólitíska baráttu nijög til þín
taka?“
„Ég hef tekið þá veikleikastefnu að halda mig sem
mest utan flokkslegrar starfsemi í stjórnmálum. Sú stefna
byggist á þeirri grundvallarskoðun minni, að beztu störf
okkar kennara vinnum við hávaðalaust og bardagalaust
með einlægri samvinnu við alla aðila: börnin, foreldr-
ana og samkennara.“
Ég vík t^linu að öðru.