Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 22
132 MENNTAMÁL „Engin stétt mun hafa sloppið við hin lakari áhrif, eða ef við viljum heldur orða það svo, að engin stétt hafi verið nægilega þroskuð til þess að láta ekki blekkj- ast af gliti hinnar fölsku velmegunar. Það hefði átt að mega ætla kennarastéttinni að vera þar öðrum fremri, en allmiklar veilur munu hafa komið í ljós einnig þar. Sú stétt var líka svo óheppin að vera með verst launuðu stéttum landsins á þeim tíma, og freistingin því enn meiri að láta glepjast af glæstum boðum um mikla pen- inga fyrir litla vinnu og lélega. En hvað sem um það er, þá er hitt víst, að áhrif ástandsins hafa gegnsýrt þjóðfélagið og þá alveg sérstaklega æskuna og bernskuna. Þau börn, sem við kennarar höfum verið að útskrifa úr barnaskólunum og eru nú að verða æska landsins, þekkja alltof lítið til þess hugsunarháttar, að til þess að hafa peninga og efnaleg verðmæti, verði bæði að vinna mikið og umfram allt vel og trúlega, gera kröfur til sjálfs sín fyrst og síðan til annarra, og jafnframt að skynsamleg meðferð verðmæta skapi heilbrigðan grundvöll almennr- ar velmegunar. Þessi börn eru síður en svo verri að upp- lagi en önnur, sem við höfum áður fylgt út úr barnaskól- unum, en þau hafa bæði heima og að heiman misst af verulega merkum þáttum í uppeldi, sem sé heilbrigðu mati á verðmætum og heilbrigðum kröfum til sinnar eigin orku og manndóms." „Það er þó ekki ætlun þín, að efnaleg velmegun sé til andlegs niðurdreps?“ „Engan veginn. Ég vona, að velmegun haldist, en ekki styrjaldir og sú stundarvelmegun, sem aðeins byggist á slíkum fyrirbrigðum vanþroska mannkyns, enda getur sönn velmegun aldrei grundvallast á slíku. Það er því okkar að leggja allt kapp á að ala upp nýja kynslóð, sem færasta til nútíma nýsköpunar, en því aðeins verður hún það, að hún fái haldið öllum kostum hinna fornu dygða, því að þótt við, sem nú förum að eldast, séum

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.