Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 20
130 MENNTAMÁL „Þið hafið sérstöðu þarna í Vestmannaeyjum að því, er samgöngur snertir?" „Já, samgöngur hafa ætíð verið miklum annmörkum háðar þar. Þó hefur keyrt um þverbak í því efni á stríðs- árunum, og virðist eiga nokkuð langt í land, að úr rætist verulega, þótt við að vísu væntum mikilla bóta á þessu í framtíðinni. Samgönguerfiðleikarnir hafa sín alvarlegu áhrif á mörgum sviðum, líka í uppeldis- og skólamálum. Við eigum mjög erfitt með að fullnægja sanngjörnum og heilbrigðum óskum nemenda um skólaferðalög til kynn- ingar, menntunar og þroska, eins og slík ferðalög geta verið. Á það jafnt við börn og unglinga. Þá hygg ég líka, að hinar slæmu samgöngur, sem við eigum við að búa, eigi sinn þátt í því, að nú er miklu færra mannval, sem sækir um kennarastöður hjá okkur, en áður var. Þetta er skiljanlegt, þar sem því meir ber á göllunum hér, sem samgöngur víða annars staðar hafa farið ört batnandi.“ „Þetta er slæmt,“ segi ég. „En gott væri þó, ef þetta væri mesta vandamálið á sviði uppeldis- og skólamála.“ „Mesta vandamálið, sem fyrir kennarastéttinni liggur,“ segir Halldór, „er að vinna upp og bæta fyrir þau illu áhrif, sem gegnsýrt hafa bernskuna og æskuna á stríðs- árunum. Tel ég það sameiginlegt verkefni barnaskóla og framhaldsskóla." „Hefur þú eitthvað sérstakt í huga með þessu?“ „Ég á ekki sérstaklega við hin svonefndu „ástands- mál“, þ. e. hin beinu áhrif, sem íslenzkar stúlkur og jafnvel börn urðu fyrir við of náin kynni af setuliðinu, sem hér dvaldi. Það er sérstakt mál, enda mikið um það rætt og ritað af misjöfnum skilningi og ennþá misjafn- ari árangri á undanförnum árum. Nei, ég á við hin miklu víðtækari áhrif, sem óeðlilega hraðvaxandi peningavelta stríðsáranna hefur haft á hugsunararhátt almennings, og þá alveg sérstaklega æskunnar, sem ætíð er næmust

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.