Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL
121
þær vitni um frábæra athugun á fyrirbrigðum íslenzkrar
náttúru og fölskvalausa samúð með öllu því, sem þar lifir
og hrærist. Virðast mér bækur þessar benda ótvírætt til
ríkrar og ósvikinnar hneigðar til skáldskapar. — Þá rit-
aði Sigurður allmikið um uppeldismál. Birtist það flest í
Menntamálum. Hann var mjög fróður um þessi efni, langt
fram yfir það, sem hefði mátt ætla af ekki lengra náms-
ferli. Ég furðaði mig oft á því, hvílíkrar þekkingar hon-
um hafði tekizt að afla sér um sálarfræði barna- og stefnur
og strauma í skólamálum. Hann var ákafur talsmaður
þeirrar skoðunar, að barnseðlið fengi að njóta sín og því
væri ekki skorinn annarlegur stakkur af skilningsleysi og
fordild. Þessar skoðanir virtust mér eiga djúpar rætur í
eðli hans sjálfs. Hann gekk af heilum hug að áhugamál-
um sínum, en ég hygg, að hann hefði átt bágt með að
þröngva sér til þess, sem hugur hans beindist ekki að.
Sigurður lét sér ekki nægja fróðleikinn og umhugsunina
eina um uppeldismálin. Hann hafði mikla löngun til að
leita nýrra leiða. Af því hugarfari voru rur xiar rannsóknir
þær, sem hann var nýbyrjaður á. Þær sýndu stórhug hans
og elju. Hefur enginn Islendingur stofnað til jafnvíðtækra
rannsókna um uppeldismál. Er þjóð.nni mikill skaði að
því, að honum skyldi ekki endast aldur til þess að Ijúka
þeim.“
MATTHÍAS JÓNASSON,
doktor í uppeldisfræði og sálarfræði barna, segir svo í
Þjóðviljanum:
„Sigurður Thorlacius var næmur maður og einlægur.
Alúð hans var svo fölskvalaus, að hún aflaði honum
trausts hvers manns, sem kynntist honum. Hann var frjáls-
lyndur og gæddur einlægum umbótavilja, ávallt reiðubú-
inn að styðja gott málefni eða beita sér fyrir framgangi