Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 125 ævinnar. Ég veit, að Sigurður mundi ekki kunna mér neina þökk fyrir það, að ég færi að skjalla hann á þessum stað eða bera fram það, sem hann sjálfur mundi kalla oflof. En ég tel mig hafa þekkt Sigurð allvel, ekki sízt á þeim árum, er við báðir vorum að mótast. Margar glaðværustu stundir æskuáranna áttum við í hinum sama hóp. Og mörg voru þau, hin alvarlegri málefni, sem við ræddum saman, stundum í stríðni og kappi, en oftar í alvöru, og einhvern veginn fannst mér jafnan, að þegar við ræddum tveir einir um það, sem okkur lá á hjarta, skildum við hvor annan bezt og stóðum hvor öðrum næst. En ég hygg, að þó að Sigurður væri alltaf alúðlegur í framkomu, svo að hvert umkomulítið barn ætti greiðan aðgang að honum, þá hafi hann þó verið dulur um sín helgustu mál, eins og oss íslendingum er gjarnt til. Það, sem ég hygg, að hafi verið sterkasti þátturinn í lífsskoðun hans, er samúðin með smælingjunum, tilfinningin fyrir annarra manna byrðum. Hann var alinn upp á læknissetri, þar sem marg- ur leitaði athvarfs og þar sem sveitungarnir voru vanir að mæta velvild og hjálpfýsi á hverja lund. En mannúðar- tilfinningin var hjá honum tengd trúnni á hið góða í til- verunni og trúnni á möguleika mannlífsins til að hefjast á hærra stig. Sú trúarjátning var borin fram með þátttöku hans í margs konar uppeldis- og félagsstarfi. Hann tók ungur við ábyrgðarmiklu embætti og óx með vandanum, lagði sig fram við að fylgjast sem bezt með fræðigrein sinni. Nú síðast í sumar ferðaðist hann víðs vegar um landið til vísindalegra rannsókna, sem hann á sínum tíma hugðist að nota sem undirstöðu fræðilegra ritsmíða. En það var löngum eitt af hans kærustu áhugamálum, að komið yrði upp íslenzkri tilraunastöð í uppeldisvísindum. Sjálfur hafði hann orðið snortinn af þeirri hreyfingu, er hélt fram frjálsum aðferðum í kennslumálum, þar sem skólinn yrði fyrst og fremst sjálfsnám og reynsluskóli hvers barns, og hver einstaklingur yrði studdur til þess

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.