Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 151 Siglufjarðar, ríkissjóði og frá Stórstúku íslands. Auk þess fær heimilið allmiklar gjafir frá sjómönnum og fleirum á hverju ári. Eiríkur Sigurðsson kennari á Akureyri starfaði við heimilið um tveggja mánaða tíma. Ný reikingsbók handa barnaskólum hefur nýlega verið gefin út í Færeyjunt, að því er Skúlabladið hermir. Það er talinn kostur á bókinni, að hún er á færeysku, en ekki á dönsku, en að öðru leyti þykir blaðinu hún lítt við hæfi barna, bæði séu dæmin alltof fá og auk þess of þung, því að þegar nokkuð komi aftur í bókina, séu þau sannkallaðar gátur, sem vonlaust sé, að smáir barnaheilar fái ráðið. í sambandi við þetta birtir blaðið í færeyskri þýðingu eftir Jóhannes av Skarði grein jiá um reikningsbækur og reikningskennslu, sem Jónas B. Jónsson skrifaði í XII. árg. Mennta- mála, vegna þess — segir blaðið —, að hún ,,er svo vel skrifuð og gefur svo góðar leiðbeiningar um, hvernig reikningsbók eigi að vera, eða kannske réttara sagt, hvernig hún eigi ekki að vera.“ Ljúka ritstjór- arnir ummælum sínum með því að minna á, að ekkert nema það bezta sé nógu gott handa börnunum. Fyrsti barnaskóli á íslandi var stofnaður í Vestmannaeyjum fyrir 200 árum. Unt hann segir Gunnar M. Magnúss svo í Sögu alþýðutrœðslunnar á Islandi: „Hinn fyrsti barnaskóli á íslandi var stofnaður í Vestmannaeyjum árið 1745. Ekki fara þó langar sögur af honum. Hann mun hafa verið endurbættur 1750, en nokkrum árum seinna var hann kominn í kaldakol. Enn er til bréf frá Vestmannaeyjaprestunum, séra Guð- mundi Högnasyni og séra Benedikt Jónssyni, um samskotaleitan er- lendis til barnaskóla í Vestmannaeyjum. Bréfið er dagsett í Eyjum 13. ágúst 1759. Beiðninni fylgir umsögn Magnúsar amtmanns Gíslasonar og kostnaðaráætlun. Mun það hafa verið einsdæmi, að hugsað liafi verið til samskota erlendis í Jtessu skyni. Og árangur af þessu varð ekki sjáanlegur, og skólahald í Vestmannaeyjum féll niður." 200 ár eru nú liðin síðan þeir Ludwig Harboe og Jón Þorkelsson skóla- meistari luku ferðum sínum hér á landi, en ferðirnar liófu þeir 1741. Voru rannsóknir þeirra á menntunarástandi landsmanna ltiliar merki- legustu, og hefur Hallgrímur Hallgrímsson Itókavörður unnið úr skýrslum þeirra og lýst þeim í ritinu Islenzk alþýðumenntun á 18. öld. Umbótatillögur þeirra félaga höfðu einnig töluverða þýðingu. Má lesa gerr um þessi efni í Sögu alþýðujrceðslunnar á Islandi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.