Menntamál - 01.09.1945, Page 30

Menntamál - 01.09.1945, Page 30
140 MENNTAMÁL Hve glöð er vor æska Eitt af því, sem sýnir vaxandi velmegun okkar Islend- inga hin síðari ár, er hin mikla bókaútgáfa. Það, sem mest er þó um vert hvað þessa bókaútgáfu snertir, er þó það, að meginþorri þessara bóka eru bækur, sem verðar eru þess, að þær séu gefnar út, keyptar, lesn- ar og geymdar. Það er ekkert undarlegt, þótt fremur hljótt verði um nokkrar barnasögur innan um öll hin stóru ritin, sem kynnt eru alþjóð vikum og mánuðum saman í útvarpi, blöðum og tímaritum, þegar þess er líka gætt, að þeir, sem bókin er einkum ætluð til lestrar, eru vanari að láta í ljós álit sitt á annan hátt en að skrifa í blöðin. Á s.l. hausti kom á bókamarkaðinn lítil bók, „Hve glöð er vor æska“, eftir Frímann Jónasson skólastjóra. I bók þessari eru nokkrar barnasögur o. fl. Þótt bókin sé einkum ætluð börnum, hygg ég, að margur fullorðinn skemmti sér vel við lestur hennar. Gott og lipurt mál er á sögunum, og víða hóglátri gamansemi, sem vel fer á, fléttað inn í söguþráðinn, og gerir það lesendum létt í skapi. í vor las ég allmikið af sögum þessum fyrir þörn þau, er hjá mér voru í vorskóla. Undir lestrinum kváðu oft við glaðværir hlátrar frá áheyrendunum, er gáfu til kynna meðmæli með sögunum. — Þegar ég rita þessar línur, finnst mér, að ég eigi að " skila til höfundar bezta þakklæti fyrir sögurnar frá smá- fólkinu, sem ég las þær fyrir í vor. Sögur þessar bera það með sér, að höfundur hefur glöggan skilning á sálarlífi og hugsanaferli barna, og slær því engin vindhögg, er hann ritar fyrir börn.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.