Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 147 ið nánari Iregnir um þetta atriði og ýmislegt annað í starlsemi skólans á Eskiíirði. Barnaskólinn á Eskifirði er ekki ýkja fjölmennur skóli. 114 börn stunduðu nánr í honum s.l. vetur, 48 stúlkur og 66 drengir. Þrír kennarar starfa við skólann, Skúli Þorsteinsson skólastjóri, Einarína Guðmundsdóttir og Ragnar Þorsteinsson. Daginn, sem skólanum var sagt upp, i. maí, var haldin sýning á liandavinnu barnanna, vinnubókum þeirra í náttúrufræði, landa- fræði, kristnum fræðum o. fl., teikningum og skrift. Einnig lágu frammi til sýnis öll prófverkefni skólans og allar námsbækur. Sýningunni var ætlað að gefa sem réttasta hugmynd um starfsemi skólans, og var því sýnt úr öllum bekkjum hans og frá hverju barni, en ekki aðeins úrval af því bezta. Þannig var t. d. sýnd skrift allra barna í 1. og 6. bekk frá haustinu, miðjum vetri og vorinu, svo að hægt væri að gera samanburð og dæma um framfarir. Telur skóla- stjórinn það góða reglu. En vinnubókin, sem mesta athygli vakti, var úr 6. bekk og nefndist Lýðveldisbókin. Var hún gerð til minningar um stofnun lýðveldisins og hafði að geyma myndir og minningar frá hátíðahöldunum og úr sumum þáttum sögunnar. Aðalkaflar bókarinnar voru þessir: 1) ís- land lýðveldi 17. júní 1944. 2) Landnám. 3) Jón Sigurðsson. 4) Merkir menn. 5) Þjóðsöngurinn. 6) íslenzki fáninn. 7) Núlifandi skáld og listamenn. 8) Hátíðaljóðin. 9) Hátíðahöldin á Þingvöllum og í Reykja- vík. 10) Hátíðahöldin á Eskifirði. 11) Eyrsti forseti íslands. 12) Hitt og þetta og efnisyfirlit. Þess má enn geta um skólann á Eskifirði, að þar er töluvert fé- iagslíf meðal barnanna og þrjár ungliðadeildir starfandi: Æskudáð, Æskugleði og Æskuvon. Þær sýna leikrit á hverjum vetri og hafa tekið upp þá venju, að senda öllum Eskfirðingum, sem liggja á sjúkrahúsum, smájólagjöf. — Kennararnir hafa að sjálfsögðu á hendi leiðsögn og forustu í félagsmálastarfsemi barnanna, eftir því, sem þörf krefur. Það er siður í barnaskólanum á Eskifirði að byrja hvern starfsdag með sameiginlegum söng valínna kvæða og sálma. Prestar og kennarar á Norðurlandi héldu 4. ársfund sinn að Hólum í Hjaltadal 11. ágúst s.l. Mættu þar 10 prestar, 14 kennárar og nokkrir aðrir leikmenn. Framsögu- eritidi fluttu séra Óskar J. Þorláksson á Siglufirði: Kirlijan og fram- tiðin, Snorri Sigfússon, námsstjóri: Um skólatnal, og Hannes J. Magnússon, kennari á Akureyri: Andinn og efnið. Auk þess flutti Pétur Sigurðsson erindreki hvatningarerindi í fundarlok.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.