Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 42

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 42
152 MENNTAMÁL 75 ár eru nú í haust síðan barnaskólinn á Akureyri var stofnaður (1870), en í Reykjavík hafði barnaskóli verið lögskipaður 1862. 70 ár eru nú liðin síðan barnaskóli hófst í Hafnarfirði, en einu ári áður (1874) hafði barnaskóli verið stofnaður á ísafirði. hO ár eru nú liðin síðan Sigurður Þórólfsson stofnaði alþýðuskólann á Hvítárbakka. Hefur sá skóli starfað óslitið síðan, fyrst þar, en síðar i Reykholti. Er þetta elzti unglingaskóli hér á landi, þeirra er enn starfa. Séra Sigtryggur Guðlaugsson stofnaði Núpsskóla í Dýrafirði árið eftir (1906). Fyrir UO árum kom út Skýrsla um frteðslu barna og unglinga veturinn 1903—1904. Guðmundur Finnbogason, síðar landsbókavörður, hafði samið skýrsl- una, en hann liafði 'einmitt ferðast um landið þennan vetur til þess að kynna sér ástandið í fræðslumálum. Skýrsla þessi var lögð til grund- vallar við samningu fræðslulaganna frá 1907. Fyrir 15 árum. Arið 1930 var að mörgu leyti merkisár í sögu skólamála okkar. Þá tók Austurbæjarskólinn í Reykjavík til starfa. Þá hóf fávitahælið Sól- heimar í Grímsnesi starfsemi sína. Og þá fékk Akureyrarskóli mennta- skólaréttindi. Röng lína hefur komizt inn í grein Stefáns Júlíussonar um skóla samfélagsins í síðasta hefti Menntamála. Hún er á 86. l)ls., 9. lína að neðan, og á málsgreinin að vera þannig: Ég gat ekki á mér setið, sagði hann, ég mátti til að tala um skólann, sem tnig langaði til að reisa. Eg hef stundum hálfskammast mín, o. s. frv. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Úlgdfustjórn: Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri, Ingimar Jóhannesson, Arngrímur Iiristjánsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.