Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 137 miklar réttarbætur fyrir kennara. Bæði voru laun þeirra bætt til mikilla muna og kennarapróf einnig gert að skil- yrði fyrir embættisveitingu. En lögin áttu erfitt upp- dráttar á þingi. Stjórnin hafði borið þau fram 1918, en menntamálanefnd neðri deildar aldrei skilað áliti um frumvarpið. Nú bar stjórnin frumvarpið aftur fram 1919, og var því þá ekki vísað til menntamálanefndar, heldur til sérstakrar nefndar, sem alþingi hafði kosið úr báðum deildum til þess að afgreiða hin almennu launalög, sem þá lágu fyrir þinginu. Þorsteinn M. Jónsson átti sæti í þeirri nefnd, og stuðlaði hann að því, að málinu var vísað þangað. Nefndin mælti með frumvarpinu og haí'ði Þorsteinn framsögu fyrir hennar hönd. Umræður urðu miklar urt\ málið, og hélt Þorsteinn fast á rétti kennaranna. Sýndi vann fram á, hver voði skólastarfseminni í landinu gæt' *’Qrið búinn, ef ekkert væri að gert, enda óverjandi ar alþingi að gera engar breytingar á kjörum barnakenn- ara í réttlætisátt, þegar það væri nýbúið að laga mis- fellurnar á launakjörum annarra opinberra starfsmanna. Varð það úr, að frumvarpið var samþykkt. Áttu ýmsir góðir menn þátt í því, bæði innan þings og utan, ekki sízt Jón Magnússon forsætisráðherra, en þó mun enginn einn maður hafa orðið þar drýgri en Þorsteinn M. Jóns- son, og er minnst af starfi hans fyrir þetta mál skráð í alþingistíðindunum. En setning laga þessara hafði miklar og heillaríkar afleiðingar fyrir kennarastéttina og upp- eldismálin í heild. Ekki var Þorsteinn menningarmálum þjóðarinnar síð- ur þarfur á næstseinasta þinginu, sem hann sat, 1922. Þá var kreppa í landinu og fjárhagur ríkissjóðs örðugur. Fjárveitinganefnd neðri deildar bar þá fram frumvarp um að fresta framkvæmd fræðslulaganna, þannig, að heimilin skyldu að öllu leyti sjá um fræðslu barna til fermingar með umsjá og eftirliti prestanna. Ekki var

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.