Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 14
124 MENNTAMÁL urður Thorlacius verið á ferð, og flýtti mér að skipta um orð og þótti vesalt að hafa ekki haft þá trú á málstað Máls og menningar, að vita ekki, að þessi hryðja mundi ganga hjá án þess til kæmu mín bituryrði. Mikið var ég honum þakklátur seinna fyrir að hann skyldi hafa sett þennan litla kross út á spássíuna áður en greinin var prentuð. Auk þess sem Sigurður Thorlacius var einn helzti áhrifamaður um stjórn félagsins og bætti ofan á annir sínar formennsku þess og ritstjórn tímaritsins, þegar Kristinn Andrésson var fjarverandii, þá ritaði hann jafnaðarlega fyrir félagið eða þýddi, og nú síðast hina vinsælu endursögn úr ritum Charcots um Suðurpólsleiðangrana. Sigurður hafði mjúkan og viðfelldinn stíl með ágætu íslenzku tungutaki, f jarlægan öllu glamri eins og persónuleiki hans var, en það, sem hann skrifaði, var ævinlega fullt af raunsæjum athuga- semdum og þeim hyggindum, sem í hag koma. Sá missir, sem stjórn Máls og menningar hefur orðið fyrir við hvarf hans, verður ekki bættur, og það verður dálítið erfitt fyrir okkur að hittast á næsta stjórnarfundi — fjórir. En við vitum, að það er víðar en í okkar hópi, sem menn sakna vinar í stað, foringja, samstarfsmanns, yfirmanns og ást- vinar, eftir að hann hefur nú verið burtkvaddur á hádegi ævinnar, en sameiginlegur harmur er léttari að bera en sá harmur, sem engir aðrir skilja, ekki sízt þegar unnin verk bera þess merki, hver maður er horfinn." SÉRA JAKOB JÓNSSON segir í ræðu, er hann flutti í dómkirkjunni við útför Sigurðar Thorlaciusar: ,,Margar eru þær, ástæðurnar til þess, að svo mikill hópur manna hefur fundið byrði leggjast sér á herðar við fráfall Sigurðar Thorlacius. Og þó hygg ég, að ein ástæða sé eðlilegust. Vér, sem þekktum hann, áttum honum öll eitthvað að þakka og fólki hans, frá einhverju tímabili

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.