Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XXI., 4 NÓVEMBER—DESEMBER 1948 FREYSTEINN GUNNARRSSON skólastjóri: Kennaraskólinn 40 ára. (Hér fer á eftir kafli úr setn- ingarræðn skólastjóra Kennara- skólans á fertugsafmæli skólans, sá kaflinn, sem fjallaði um sögu hans. Þykir þeim, sem að Menntamálum standa, sérstak- lega ánægjulegt að geta minnzt sögu þessarar stofnunar svo skil- merkilega og þakka skólastjóran- um þá velvild að leyfa birtingu á þessum þætti. Ritstj.) í dag er skólinn fertug- ur að aldri, enda þótt einn vetur skorti á um starfs- aldurinn. Skólastarf féll niður eitt ár, veturinn 1917 —1918. Það var 1. október 1908, sem skolinn var sett- Freysteinn Gunnarsson. ur í fyrsta sinn og vígður. Má hiklaust telja þann þann dag merkisdag í sögu ís- lenzkra skólamála. Að vísu væri rangt að segja, að þá hefjist kennaramenntun á íslandi, því að kennaradeild hafði starfað undanfarin ár 1 sambandi við gagnfræða- skólann í Flensborg. Kennarafræðsla þar byrjaði árið 1892.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.