Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 10
116 MENNTAMÁL 5. Hann á að hafa numið ágrip af íslands sögu. 6. Hann verður að hafa nokkra þekkingu í almennri landa- fræði, og hafa numið nokkurn veginn nákvæma lýs- ingu Islands. 7. Hann verður að þekkja allra helztu dýr og jurtir, eink- um húsdýrin og gagnjurtir. Fyrirkomulag skólans hélzt óbreytt fram til ársins 1924, var þá kennslutími lengdur um mánuð, bætt við ensku og inntökuskilyrði þyngd að nokkru. Önnur breyting var gerð með nýrri reglugerð, sem stað- fest var 1934. Var þá enn hert á inntökuskilyrðum, kennsla aukin í uppeldisfræði og smábarnakennsla tekin upp. Þriðja breytingin gerist með lögum, sem sett voru 1943 og er þá skólatími lengdur um einn vetur og nokkru seinna lengdur tíminn um einn mánuð á ári. Er þá námstíminn orðinn í skólanum 32 mánuðir alls í stað 18 mánaða í upp- hafi, og inntökuskilyrði miklu þyngri. Fjórða breytingin er nú á döfinni samkvæmt hinum nýju lögum um menntun kennara. Verður þá krafizt miðskóla- prófs til inntöku í 1. bekk og skólinn fjögra ára skóli, 8 mánuðir á ári. Nú í vetur er ráðgert að semja reglugerð fyrir skólann í því formi, og hygg ég, að með þeirri breyt- ingu verði framtíð hans mörkuð um næstu ára bil. Hitt er víst, að þessi nýju lög og væntanleg reglugerð í samræmi við þau geta ekki með neinu móti komið til fullra framkvæmda í þeim húsakynnum, sem skólinn ræður nú yfir, enda er það aðalviðfangsefni allra þeirra, er að skól- anum standa, að úr húsnæðismálum hans verði bætt á næstu árum, svo að hann geti að minnsta kosti haldið upp á fimmtugsafmæli sitt í sínum eigin húsakynnum. Annars horfa þessi mál þannig við nú sem stendur: Staður hefur verið ákveðinn fyrir framtíðarbyggingu skólans og formlega frá því gengið. Teikning verður gerð í vetur. Um það eru fengin skýr og eindregin loforð.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.