Menntamál - 01.12.1948, Side 15
MENNTAMÁL
121
nefna, að stórum meiri áherzla verði lögð á uppeldis- og
kennslufræði í þeim stofnunum, sem annast kennara-
menntunina, svo að kennaraefnunum gefist fyllsti kostur á
að kynnast hinum nýju aðferðum bæði fræðilega og í
starfi. Með því móti muni þeir helzt geta smeygt sér úr ak-
tygjum hinna gömlu aðferða. — Minnir þessi niðurstaða
mjög á álit íslenzkra kennara, sem halda aldrei svo þing,
að þeir leggi ekki megináherzlu á það, að skilyrðin til
menntunar kennara verði bætt og þeim stofnunum í þeirri
grein komið á fót, sem lögin heimila, þótt íslenzk stjórnar-
völd láti öll slík tilmæli sem vind um eyrun þjóta. Milli-
þinganefnd í skólamálum taldi það þó höfuðskilyrði þess,
að um nokkurar raunverulegar framfarir gæti verið að
ræða í skólamálum landsins, að betur væri séð fyrir starfs-
undirbúningi kennaranna. Því var frumvarpið um æf-
inga- og tilraunaskólann eitt fyrstu frumvarpanna, sem
kom fyrir þingið. Og oft hefur á það verið bent í Mennta-
málum, hvílík óhæfa það er, að varla nokkur kennari við
framhaldsskóla í landinu, nema barnakennari sé, hefur
fengið tilsögn í kennarafræðum. Við þetta er látið sitja,
samtímis því, að þessi stétt eykst og margfaldast um
þessar mundir. í öðru lagi telur sænska nefndin kennara
þar í landi alltof rígbundna af nákvæmum fyrirmælum um
próf, sem og af hnitmiðuðum námsskrám og kennslubók-
um. Leggur hún því til, að þessu fargi verði að verulegu
leyti létt af þeim og þeim veitt aukið frjálsræði til þess að
taka tillit til eðlisfars, áhugamála og fyrri reynslu hvers
einstaks nemanda. Ef kennarar ættu þessa kost, mundu
þeir hafa meiri hug á að leita nýrra leiða. Starfið mundi
verða farsælla og frjórra.
Nefndin segir, að sú hafi verið tíðin, að sænskir barna-
skólar hafi þótt færir um að sjá æskulýðnum fyrir stað-
góðri þekkingu og leikni, sem hafi nægt honum, þegar út
í lífið kom. Nú sé öldin önnur og háværar raddir uppi um