Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 22
128 MENNTAMAL samtökum. Það siðfei’ði, sem skólinn krefst af barninu, er yfirleitt gjörólíkt því, sem krafizt er af því annars stað- ar. Ef þær siðareglur, sem drengur heyrir haldið fram í prédikun (ef svo ólíklega vill til, að hann hlusti) eru frá- brugðnar því siðferði, sem hann á að venjast í þjóðfélag- inu, gæti verið, að hann færi að velta þessum málum fyrir sér og reyna að komast að sjálfstæðri niðurstöðu. En oft- lega vill það við brenna, ef unglingar verða fyrir margvís- legum áhrifum, að hugmyndir þeirra ruglist og þeir for- herðist gegn hverri leiðbeiningu, sem að þeim er haldið, og verði óhófinu að bráð. Heimangönguskólunum eru þessi vandkvæði fullljós, og þeir standa ekki algjörlega máttvana gegn þeim. Áhrifin utan vébanda skólans eru vissulega geysisterk og þeim samfara mikil freisting. Leti og slen nemenda í kennslu- stundum í sumum skólum virðist skjóta skökku við ákefð- inni, hamförunum og óknyttunum utan kennslustunda. Jafnvægi verður aldrei komið á milli þessara afla, nema þau séu rétt skilin. Sú vinna, sem unnin er, og það líf, sem lifað er í skólunum, verður að vera í nánum tengslum við það, sem gerist umhverfis þá. Kvikmyndir. Við skulum athuga dæmi. Sá tryllingur, sem brýzt fram hjá börnum í kvikmyndasölum, er sennilega nokkur mæli- kvarði á styrkleika þeirrar orku, sem bæld er niðri að jafn- aði. Kennaranum þætti líklega ekki amalegt að eiga að- gang að slíkri lífsorku í kennslustundum, að vísu í annarri mynd. Sannleikurinn er sá, að kvikmyndafélögin’) vinna hið mesta gagn. Á sýningum þeirra geta skólabörnin eign- azt hlutdeild í lífsreynslu og ævintýrum, sem þeim er al- gjörlega meinað að njóta í skuggalegum götum stórborg- i) Hér er átt við ensk félög, sem annast kvikmyndasýningar handa börnum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.