Menntamál - 01.12.1948, Síða 21
MENNTAMÁL
127
aðeins með því að lifa í félagsskap, þar sem árekstrar milli
einstaklinga verða að lúta í lægra haldi fyrir sameigin-
legum hagsmunum.
Það er ekki ólíklegt, að víðtæk stofnsetning leikskóla,
velbúinna að hvers konar leiktækjum og í umsjón vel
menntaðs starfsliðs sé sú einstök þjóðfélagsumbót, sem
veitir mestan „yndisarð“ miðað við tilkostnað.
Áhrif félagsskaparins.
Barnið elst upp við margháttaðan félagsskap. Á ung-
lingsárunum kemst fastari skipan á félagsskapinn en í
bernsku, þegar mest gætir lauslegra leikflokka á götum
úti. Hvert félag, hvort sem það er skátafélag, knattspyrnu-
félag, trúarfélag eða óaldarflokkur, gerir tilteknar kröfur
um hegðun „félagsmanna". Ef til vill á það sér sérstakt
tungumál. Það mál, sem nemendur tala í kennslustund-
um, er að jafnaði frábrugðið því máli, sem þeir tala á leik-
vanginum, og heima hjá sér tala þeir enn annað mál. Kenn-
arinn mundi verða forviða, ef hann heyrði „heimamálið“
og móðirin æf yfir því hrognamáli, sem á götunni er talað.
Mismunandi kröfur um framkomu heyra til mismunandi
aðstæðum.
Því er oft haldið fram um uppeldi í heimavistarskól-
um, að það geri nemendahópinn að ódeililegri félagsheild.
Margan varnaglann þyrfti að slá til þess, að þetta gæti
talizt óyggjandi sannleikur. Og enginn heimavistarskóli
getur gert kröfu til þess að vera nemendum sínum hið sama
og gott heimili. En hitt er ótvíræður sannleikur, að í átök-
unum um þau áhrif, sem nemendur verða fyrir utan vé-
banda skólans, standa heimavistarskólar miklu betur að
vígi en aðrir skólar. Og vissulega er dvöl í heimavistar-
skóla oft ákjósanlegasta lausnin, þegar um er að ræða lækn-
ingu eða leiðréttingu uppeldisvandkvæða.
Að hinu leytinu getur það haft holl og örvandi áhrif á
börn og unglinga að kynnast mörgum, mismunandi félags-