Menntamál - 01.12.1948, Side 18

Menntamál - 01.12.1948, Side 18
124 MENNTAMÁL unar. Kynflokkur í Arapes-fjöllum elur upp börn sín af mesta umburðarlyndi, mæðurnar friða þau með því að gefa þeim að sjúga, hvenær sem vera skal, og þær venja þau seint af brjósti. Þegar þessi börn vaxa upp, verða þau ráðþægið fólk, óáleitið, ljúfmannlegt og óframfærið. Annar kynflokkur, Mundugomorar, sem búa ekki allfjarri hinum fyrrnefnda, fer mjög ólíkt að. Þeir beita börnin harðneskju þegar á mjög ungum aldri. Fullorðna fólkið er ákaflega óvægið í samskiptum sínum og fullt úlfúðar. Það er þó engin þörf á því að leita sönnunar á áhrifum uppeldisins í ungbernsku til frumstæðra þjóða. Við eigum auðvelt með að rifja upp fyrir okkur f jölmörg dæmi, sem við þekkjum, um þessi efni. Við minnumst barna, sem allt var látið eftir og vænta þess, að sérhverri ósk þeirra sé fullnægt þegar í stað. Þau eiga erfitt með, þegar í skólann kemur, að sætta sig við að láta keipa sína víkja fyrir sam- eiginlegum þörfum flokksins (bekkjarins). Þá er að minn- ast barnsins, sem foreldrarnir kærðu sig ekki um að eign- ast, það er til í öllum stéttum. Það leitar af innri þörf í sífellu eftir því, að því sé gaumur gefinn, jafnvel þótt eina íeiðin til þess sé sú að vera óþekkur. Enn fremur má nefna órólega barnið, sem krafizt hefur verið af, að það temdi sér háttu fullorðinna, áður en það hafði þroska til. Þær aðfarir hafa bælt hjá því eðlilegar tilhneigingar með þeim afleiðingum, að þær leita sér útrásar eftir öðrum leiðum t. d. í alls konar vöðvakipringi, naglabiti, og þegar verst lætur, í afbrotum. Foréldrar. Barnið sníður framkomu sína mjög eftir fordæmi full- orðna fólksins, sem það á mest saman við að sælda, eink- um foreldranna. Smátt og smátt síast inn í vitund barnsins, hvers foreldrarnir óska um hegðun þess, og á þann hátt ávinnur það sér öryggi um framkomu sína. Þetta er hin mjög svo mikilvæga undirstaða að siðferðisvitund þess og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.