Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 46
152 MENNTAMÁL Skraddaraþankar. Ritstjóri Menntamála átti leið um Skóga undir Eyjafjöllum ásamt allmörgum kennurum i júní-mánuði síðast liðnum. Var þá skoðað hið mikla skólahús, sem þar er smíðum undir leiðsögu verkstjóra þar á staðnum. Sýndi hann okkur þessa miklu höll hátt og lágt af hinni mestu lipurð, þótt liðinn væri vinnudagur hans. Eigi gat hjá því farið, að við dáðumst að þeim mikla stórhug, sem lýsti sér í því hjá fámennum sýslufélögum að ráðast í svo tröllaukið mannvirki. Á því er enginn kotungsbragur, og er það vel. íslenzkur æskulýður, sem sveitirnar byggir, hefur löngum farið á mis við menntunarskilyrði. Er það í ætt við íslenzka höfðingslund að bæta myndarlega úr, þegar kostur gæfist. Hins vegar gat ég eigi varizt þeirri spurningu, hvort hér væri alls kostar hyggilega að farið, þegar ég skoðaði mig nánar um. Eftir því sem ég komst næst, átti húsakostur þessi að fullnægja þessum þörfum: Það átti að vera kennsluhúsnæði og heimavistir fyrir um 40—50 nem- endur auk borðsalar, eldhúss, þvottahúss, geymslu og annars þess, sem heimavistum fylgir, enn fremur ibúð skólastjóra og kennara, eins að minnsta kosti, skrifstofa skólans og kennarastofa. Öllum þessum þörf- um er ætlað minna húsrými en einni kennslugrein, íþróttunum. Þarna er geysistór leikfimissalur með forkunnarmiklu áhorfendasvæði og eigi óveglegri sundhöll. Þar eð leikfimissalur og sundhöll lágu hvort að öðru, lét ég mér detta í hug, að nota mætti sömu böð og búnings- klefa fyrir hvort tveggja. Svo var þó ekki. — Tók ég þá að grennslast eftir salarkynnum fyrir verklega kennslu, en þau reyndust engin vera. Var mér sagt, að þau mundu reist seinna. Nú þarf vart að taka það fram fyrir íslenzka lesendur, að skólinn stendur á stað, þar sem skil- yrði til útivistar og útiíþrótta eru hin ákjósanlegustu, fjarri öllum solli og sjoppum. Hins vegar mun varla vera til vísir að verklegri kennslu í þeirn sýslum, sem að honum standa, nema það, sem lieim- ilin annast sjálf. Að mínum skilningi er svo háttað um uppeldismál þessa lands, að á fáu er brýnni þörf en stóraukinni og bættri kennslu í verklegum efn- um, og Iilýtur luin að koma að mestu leyti í hlut skóla gagnfræðastigs- ins. Það horfir því ekki vænlega um framkvæmd verknámsins, ef ekkert tillit er til þess tekið við byggingu nýrra gagnfræðaskóla. /í. H. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáfustjórn: Ármann Halldórsson ritstj., Jón Kristgeirsson og Þórður J. Pálsson, PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.