Menntamál - 01.12.1948, Side 12

Menntamál - 01.12.1948, Side 12
118 MENNTAMÁL verjast. Sænska nefndin hefur það því ríkt í huga, að skólarnir séu færir um að innræta nemendum sínum hug- sjónir og siðferði lýðræðisins, svo að það megi verða á bjargi byggt. — í þessu sambandi telur nefndin verða að brjóta menntunareinokun efnastéttanna á bak aftur og gefa öllum velgefnum unglingum kost á skólanámi. Enn fremur felur þetta í sér, að skólarnir gefi hverjum einstaklingi meiri gætur en tíðkazt hefur og veiti sér- hverjum fræðslu og uppeldi í samræmi við eðlisfar hans. Nefndin telur, að sú líkamsvernd, sem sænskir skólar veita nemendum sínum nú, sé mikil og góð, en vant sé andlegrar heilsuverndar. Nefndin leggur því fram tillögur um, að skólasálfræðing- um verði séð fyrir hæfilegri menntun og þeim fengnar stöður við skólana. Þeir eiga að annast meðferð þeirra barna, sem víkja mjög frá eðlilegum og æskilegum háttum í dagfari sínu og eiga við einhverja sérstaka erfiðleika að stríða í náminu. Enn fremur skulu þeir annast sálfræði- legar prófanir, vera til aðstoðar við niðurröðun í deildir o. fl. o. fl. Þá telur nefndin, að meginþungi hinnar andlegu heilsu- verndar hljóti að verða lagður á herðar kennaranna, en hún telur sænska kennara ekki hafa hlotið menntun til að annast þann vanda. Hún leggur því höfuðáherzlu á það, að hlutur barna- og unglingasálfræðinnar verði stórum aukinn í undirbúningsmenntun kennaranna, svo að þeir verði færir að dæma um andlegan þroska nemenda sinna og skilja atferði þeirra. Meðal annars skulu þeir geta gert sér grein fyrir því, hvort nemandanum er þörf sálarfræði- legra lækninga. Ef kennari annast andlega heilsuvernd nemenda sinna, er honum nauðsynlegt að þekkja heimilishagi þeirra, heilsufar og hæfileika, áhugamál og örðugleika, sem þeir eiga við að etja, hvernig framförum þeirra er háttað og svo fram eftir götunum. Með nemendurna á að fara sem ein-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.