Menntamál - 01.12.1948, Síða 17

Menntamál - 01.12.1948, Síða 17
MENNTAMÁL 123 IVOR PEARCY: Uppeldisskilyrði. (Grein þessi er þýdd úr enska kennaratímaritinu, The Schoolmaster. Þar birtast oft yfirlitsgreinar, sem f jalla um helztu atriði uppeldisfræð- anna. Sú grein, sem hér birtist, er þáttur tir slíkum greinaflokki. Höfundurinn er kennari í uppeldisfræðum við háskólann (University College) í Southampton.) Fyrri kennslubækur í barnasálarfræði höfðu venjulega að geyma all-langa kafla um hlutfallslegan styrkleika upp- eldisáhrifa og erfða. Þegar öllu er á botninn hvolft, eru slíkar bollaleggingar fremur gagnslitlar, þar sem það er beinlínis óhugsanlegt að rekja í sundur þessa þætti. Ýmis líkamseinkenni, svo sem augna- og háralitur, eru vafalaust ásköpuð, og þeim verður ekki breytt nema ef til vill með einhverjum efnafræðilegum bellibrögðum. Gáfnafarið er sennilega áskapað líka. Fm hver svo sem uppruninn hefur verið að vitsmunum og tilfinningalífi barnsins, þá er hitt víst, að þegar það kemur í skóla, hefur það orðið fyrir víðtækum og varanlegum áhrifum frá samvistarfólki sínu og öllu umhverfi, áhrifum, sem hafa umbreytt og mótað eðli þess og beint þróun þess á tilteknar brautir. Áhrif fjölskyldunnar. Langáhrifaríkust í þessu efni er fjölskyldan. Af foreldr- um sínum lærir barnið fyrst, að lífið felur í sér vonbrigði og sjálfsafneitun. Og þær aðstæður, sem verða til að kenna því þessi sannindi, eiga næsta öflugan þátt í því að móta atferði þess upp frá því og allt viðhorf til lífsins. Það er auðgert að nefna mörg dæmi þessu til skýringar og sönn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.