Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 41

Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 41
MENNTAMÁL 147 ASalatriSi réttritunarreglugerSar útgefinni af danska kennslumálaráðuneytinu 22. marz 194.8 um breytingar á stafsetningu í dönsku. § 1. Um notkun lítilla og stórra bókstafa. I. Aðalreglan er sú að öll orð skuli skrifa með litlum bók- stöfum — einnig nafnorð. Þetta á einnig við um mánaða- nöfn, nöfn vikudaganna, og nöfn hinna kirkjulegu hátíða. II. Með stórum upphafsstaf skal skrifa fyrsta orð í texta eða málsgrein. Einnig skal nota stóran upphafsstaf eftir púnkti og ennfremur eftir spurningarmerki og upp- hrópunarmerki, þegar þessi merki koma í stað púnkts, en hins vegar ekki, þegar þau standa í stað kommu. Eftir tví- púnkt má nota stóran upphafsstaf, þegar hlé væri gert í lestri eins og eftir púnkti. III. Með stórum upphafsstaf skal skrifa öll eiginnöfn og þau samheiti, sem notuð eru sem eiginnöfn. Hér er um að ræða: 1. Einstök orð. a. Eiginleg eiginnöfn svo sem Jens, Hansen, Köben- havn, Sönderjylland, Mellemeuropa, England. Hins vegar: englænder, pá engelsk. b. Samheiti notuð sem eiginnöfn svo sem: Gud, Herren, Faderen, Sönnen, Sydhavnen, Ströget, Hovedbanegaarden, Norden. 2. Eiginnöfn í tveim orðum: Kongens Have, Aarhus Teater. a. Með stórum upphafsstaf skal rita viðurheiti, notuð sem eiginnöfn: Valdemar Atterdag, Hakon Jarl. Ef menn vilja, má skrifa samheiti með stórum upp- hafsstaf til þess að leggja áherzlu á að um eigin- nafn sé að ræða; svo sem Nörreport Station eða

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.