Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 40
146
MENNTAMÁL
til endurgjalds. Þá hefur Pálmi átt sæti á flestum kennara-
þingum, síðan fulltrúaþing hófust, og hann hefur verið full-
trúi stéttar sinnar í stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja. — í milliþinganefndinni, sem samdi frumvarpið til
fræðslulaga, sem samþykkt var á Alþingi 1986, átti Pálmi
sæti ásamt Snorra Sigfússyni og Sigurði heitnum Thor-
lacius.
Hér hafa verið rakin stuttlega helztu störf, sem Pálmi
hefur unnið í félagsmálum. En þá er ótalið meginið af
verkum hans, þau verkin, sem unnin hafa verið í þágu
nemenda og kennara þess skóla, sem hefur átt því láni að
fagna að njóta starfskrafta hans um aldarfjórðungs skeið.
Pálmi er tvímælalaust meðal fremstu kennara, en auk
þess er hann gæddur óvenjulega mikilli skipulagningar-
gáfu. Hefur sú glöggskyggni oft komið skólanum í góðar
þarfir, því að þar hefur jafnan verið þröngt um bekki.
Geta nemendur skólans og jafnvel kennarar litla grein gert
sér fyrir því, hvílíku óhagræði hann hefur oft bægt frá
þeim með útsjónarsemi sinni og þrautseigju að leita ávallt
hinnar hagkvæmustu lausnar.
Pálmi er mikið prúðmenni í framkomu eins og margir
hinna beztu Eyfirðinga. Hef ég oft dáðst að þeirri sönnu
menningu í umgengnisháttum, sem landlæg virðist í því
byggðarlagi. En hann heldur fast á sínu máli, þó að hann
geri það frekjulaust. Og fáa menn þekki ég, sem síður láta
hvikular tilfinningar villa sér sýn. Heilbrigð skynsemi,
drengskapur og góðvild eru þær stjörnur, sem hann hefur
fyrir stafni og stýrir eftir sínu fleyi. Samstarfsmönnum
hans þykir gott að sækja til hans ráð, og þeir hlýða af
gaumgæfni á tillögur hans. Þeir vita, að þær eru gagn-
hugsaðar. Þeir vita og, að hann muni á engu níðast því,
er honum er til trúað.
Pálmi er kvæntur Elínu Sigurðardóttur (bóksala Sig-
urðssonar á Akureyri) og eiga þau ánægjulegt heimili og
tvær mannvænlegar dætur. Á. H.