Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 111 En eitt var það, sem ekki var af neinum vanefnum gert eða tilsparnaði í skólans garð. Það var starfslið það, sem að skólanum valdist. Þeir menn hefðu sómt sér vel við ríku- legri starfsskilyrði með stærri þjóð. Til forstöðu valdist sá maður, sem áreiðanlega verður talinn til fremstu skóla- manna Islands í íslenzkri skólasögu. Séra Magnús Helga- son stjórnaði skólanum í 21 ár, og sú skólastjórn var með ágætum. Hann var hér brautryðjandinn, markaði stefnuna og mótaði skólann í þeim aðaldráttum og grundvallarat- riðum, sem hann hefur starfað eftir síðan og mun starfa eftir framvegis, enda þótt námskröfur og námsefni og ytri starfsskilyrði breytist. Það þrennt, sem hér virðist hafa verið kjarninn í lífsstefnu hans og skólastarfi, vona ég að verði leiðarljós allra þeirra, sem að íslenzkri kennara- menntun vinna um ókomin ár: Ást á ættjörðinni, traust á þjóðinni og trú á guð. Fastir kennarar auk séra Magnúsar voru tveir í fyrstu, þeir dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði og dr. Ólafur Dan- íelsson, báðir hinir ágætustu lærdómsmenn og afburða kennarar í sínum greinum. Dr. Bjarnar naut ekki lengi við. Eftir fjögra ára kennslu varð hann að hætta sökum vanheilsu. Dr. Ólafur kenndi við skólann í 11 ár. En réðst þá að Menntaskólanum Stundakennarar skólans voru líka úrvalsmenn. Þeir voru þessir: Jón Þórarinsson, sem þá var orðinn fyrsti fræðslu- málastjóri landsins og átt hafði mikinn þátt í stofnun kennaraskólans og ráðið miklu um tilhögun hans í byrjun, Sigfús Einarsson tónskáld, söngkennari skólans í 31 ár. Er það lengsti starfstími, sem nokkur kennari hefur átt við skólann enn sem komið er; Þórarinn Þorláksson málari, Matthías Þórðarsson, fornminjavörður, Matthías Einarsson læknir og loks Ólafur Rosenkranz og Ingibjörg Brands. Þar með er talið fyrsta kennaralið skólans, og held ég hiklaust, að það hefði sómt sér vel við hvaða kennaraskóla

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.