Menntamál - 01.12.1948, Page 11

Menntamál - 01.12.1948, Page 11
MENNTAMÁL 117 Veitt hefur verið hálf milljón til skólans og er það fé í byggingarsjóði. Farið hefur verið fram á hálfa milljón á næstu fjárlög- um, hvernig sem þeirri beiðni reiðir af. skólamál. Fyrri grein. Þess var getið í síðasta hefti Menntamála, að Svíar hefðu miklar fyrirætlanir á prjónunum um endurbætta og aukna fræðslu. Hefir verið gengið frá víðtækum tillögum og álitsgerðum um þessi mál, og er fyrirhugað, að næsta þing fjalli um þessar tillögur. Álitsgerðir þeirra nefnda, sem unnið hafa undirbúningsstarfið, eru prentaðar á 4—5000 blaðsíður, svo að sitthvað hafa þær haft að segja. En ritari þeirrar nefndar, sem gekk frá sjálfum tillögunum, Stellan Arvidson rektor, hefur samið bækling, þar sem hann dregur saman höfuðatriði nefndarálitsins. Verður frásögn hans lögð til grundvallar f grein- um þeim, sem hér birtast. Aðaleinkennið á þjóðfélagsþróuninni nú um heillar ald- ar skeið hefur verið sívaxandi hlutdeild tækninnar í fram- leiðslunni. Jafnframt þessu hefur lýðræðislegt stjórnarfar, sem rutt hefur sér æ meir til rúms í Svíþjóð, lagt öllum al- menningi þyngri skyldur á herðar. Einstaklingnum er þörf á miklu meiri kunnáttu en áður. Vinnan er vanda- samari, og hið lýðræðislega stjórnarfar krefst þess, að hann geti fylgzt með gangi almennra mála, að hann hafi viðsýni og þekkingu á þjóðfélagsmálum til að bera. Aukin hagsæld hefur einnig gert það kleift að veita vax- andi kynslóð betri menntunarskilyrði og gefa öllum þorra manna kost á auðugra menningarlífi. Svo er þessu háttað í Svíþjóð. En um víða veröld hefur lýðræðið átt í vök að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.