Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 44
150 MENNTAMÁL í stílagerð er þetta ágætt hjálparmeðal, gefur frásaguargleði barna byr undir báða vængi. En, þótt ótrúlegt sé, fannst mér teiknimyndirnar gefa nemendunum, einkum þeim yngri mcst umhugsunarefni í siðgæðisátt. í þeirra efni var það oftast sá, er illa breytti, sem óhöppin hreppti, og það er ekki svo lítils virði að sjá það — bókstaflega — svart á livítu. Fróðleiksnotin af kennslunni voru auðsæ. En síðast, en ekki sízt var þó tilhlökkunin og ánægjan með þessa kennslu ekki hvað minnst virði. I fásinninu er slikl ómetanlegt, og þar, sem kvikmyndasýningar aðrar eru fyrir hendi, er ég viss um að kennslukvikmyndirnar verka til þess að frelsa börnin oftar en um sinn frá fjáreyðslu og miður hollum áhrifum kvikmyndahúsasetunnar. Niðurstaðan af minni reynslu um kvikmyndakennsltina þetta árið er þá í stuttu máli þessi: Sumum nemenda er myndafræðsla miklu gagnlegri en bókleg fræðsla í námsgreininni. Kvikmyndakennsla er afbragðs hjálp við móður- málskennslu auk jreirra lærdómsgreina, er myndirnar fjalla um. Kvik- myndin er bezta tæki, sem til er til þess að vekja samhug nemendanna til íjarlægra þjóða. Og ég veit, að námsgleðin af kvikmyndakennslu er skólunum til mikilla bóta og gildisauka. Svo er eitt enn ónefnt. Ekkert er eins lík- legt til að auka samvinnu- og samhug lieimila og skóla eins og kvik- myndakennsla, því foreldrar koma fúslega með börnum sínum í þær kennsluslundir, sér til ánægju og fróðleiks, og þá vekur það, sem séð var, samtal heima fyrir, þetta hefi ég reynt. Frá frœðslumálaskrifstofunni. Kennarwr við starf í barnaskólum 1948*—1949. í Reykjavik fastir kennarar ...................... 148 Stunda og forfalla kennarar ................... 29 ---alls 177 1 öðruni kaupstöðum......................................... 104 í föstum skólum utan kaupstaða (þar aí heimavsk. 34)........ 192 Kennarar við farskóla ...................................... 100 Alls 573 Kennarar án kennararéttinda, er gegna störfum við fasta skóla starfsárið 1948—1949 eru alls 19. Kennarar án kennararéttinda, sem kenna við larskóla í vetur eru 69 alls. Frá frœðslumálaskrifstofunni.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.