Menntamál - 01.12.1948, Side 6

Menntamál - 01.12.1948, Side 6
112 MENNTAMÁL sem var. Af þessum tíu eru nú þrír á lífi, þeir dr. Ól. Dan., Matth. Þórðarson og Matth. Einarsson.1) Margir þjóðkunnir menn og konur hafa síðan gerzt kennarar við skólann og starfað þar lengur eða skemur, fastakennarar og stundakennarar. En of langt yrði að telja þá alla. Geri ég þeim því að þessu sinni öllum jafnhátt undir höfði og nefni engan með nafni. Allir hafa þeir lagt sitt til að auka gengi skólans og hafi þeir þökk fyrir allt það gott, sem þeir hafa skólanum gert. Nú er sagan ekki nema hálfsögð, þó að minnzt sé kenn- ara við skólann. Nemendur eiga sína sögu líka og ekki ómerkari, ef vel er að gáð. Fyrir þá er leikurinn gerður. En yfir þá sögu verð ég líka að fara fljótt. Aðsókn að kenn- araskólanum þegar fyrsta árið sýndi það ljóslega, að skól- ans var brýn þörf. Nemendur voru fyrsta veturinn 57, og 60 sóttu kennaranámsskeið um vorið. Yfirleitt hefur skólinn verið vel sóttur þessi 40 ár, þótt áraskipti hafi verið að því, hve margir sóttu, og liggja að því eðlilegar ástæð- ur. Fæstir munu nemendur hafa verið veturinn 1919—’20, aðeins 31, en flestir veturinn 1933—’34, 106 nemendur. Ekki hef ég tölu á því, hve margir hafa komið í skólann samtals, því að ýmsir hafa hætt námi, ekki náð prófi, verið óreglulegir nemendur og því um líkt. En eftir því, sem mér telst til, hafa alls útskrifazt þessi 40 ár með almennu Magnús Helgason skólastjóri. x) Hann hefur látizt síðan, sem kunnugt er.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.