Menntamál - 01.12.1948, Side 45

Menntamál - 01.12.1948, Side 45
MENNTAMÁL 151 Leiðrétting. Fyrir nokkru síðan veitti ég því athygli, að í námsbók fyrir barna- skóla. isl. saga 3. h. bls. 20 (höf. Jónas Jónsson) stendur, að Hallgrímur Pétursson hafi andazt í Ferstiklu, litlu koti rétt hjá Saurbæ o. s. frv. Þarna er höf. auðsjáanlega ekki nægilega kunnugur. Er hér alveg ástæðulaust og jafnframt villandi að taka svo til orða og það i kennslu- bók. Ferstikla er landnámsjörð og Saurbær byggður úr landi hennar, og þótt hún geti ekki talizt stór jörð, liefi ég aldrei fyrr séð né heyrt talað um hana sem lítið kot, er stæði rétt hjá Saurbæ. Þeir, sem ekki til þekkja — og þá börnin, er söguna nema — gætu af orðalagi höf. haldið, að hér væri um litla hjáleigu frá prestsetrinu að ræða, er stæði þar í túnfæti. En slíkt er fjarstæða. Vegalengdin milli bæjanna er sem næst 2,5 km. Þá viðhefur liöf. fors. i. Þessu kann ég illa. Kunnugir segja ætið undantekningarlaust á Ferstiklu, og má ætla að svo hafi verið frá öndverðu. Hins vegar er það ekki nema eðlilegt, að höf. noti i við hugmynd sína um litla kotið, Jjví að minnsta kosti liér sunnanlands, er tíðara, að sagt sé, að sá eða sú búi eða eigi heima i kotinu fremur en á því. Muninn á meiningu samnefndra jarða og kota þekkja allir. Jörðin liefur alla tíð staðið í þjóðbraut. Ánauð og gestkoma þvf mikil. Talin er lnin farsæl jörð og sumir hafa komizt þar í góð efni, er þangað fluttu fátækir. Svo vill til, að mér er kunnugt um alla ábú- endur þar í réttri röð frá því laust eftir 1800 og til þessa dags. Þeir eru 7 að tölu og gæti ég tilfært nöfn allra ásamt húsmæðra. Allir hafa þeir komizt þar vel af og suniir taldir efnamenn á almennan niæli- karða. Þess má og geta, að ein lijón í þeirri tölu bjuggu þar allan sinn búskap við góð efni og eignuðust 18 börn, 11 þeirra náðu full- orðinsaldri og ólust upp í föðurgarði, <511 sæmdar- og dugnaðarfólk, sem margt manna er frá komið. Ætla mætti, að litla kotið í huga liöf. hefði orðið fremur þröngt innanveggja til að geta rúmað alla þá fjölskyldu auk annarra vanda- manna og vandalausra, ásamt gestum og gangandi, er að garði bar. Á forna landsvísu er Ferstikla metin XVI hndr. en samkv. jarða- mati frá 1942 er hún 137 hndr. og framfleytir 7 nautgripum, 133 sauðfjár og 6 hrossum. Meðalmat jarða hreppsins er 119 hndr. Er því timrædd jörð nú 18 hndr. yfir meðalmat. Ætti það, sem liér er fram tekið, að vera nægileg sönnun þess, að Itún liefur hvorki fyrr né síðar verið talin litið kot — nenia í áminnztri kennslubók. 16. júní 1948. Ásm. Gestsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.