Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 125 hegðun. Auðvitað er allt þetta háð þeim aðstæðum, sem orka á þróun barnsins, og því margslungnum breytingum undirorpið, en það er algerlega undir sambúðinni við fjöl- skylduna komið, hvort vel tekst til um fyrstu drögin að ska-pgerðinni. Ef foreldrarnir eru strangir, hranalegir eða kröfuharðir um of, ásækir barnið sífelldur ótti, öryggisleysi og sektartilfinning, er því mistekst að hegða sér, eins og því finnst til vera ætlazt. Það getur orðið frá- hverft fólki, duttlungafullt, leitað tilhneigingum sínum full- nægingar í dagdraumum einum, og að lokum geta hin bældu öfl brotizt fram á mjög óheppilega vísu. Ef foreldr- arnir eru ístöðulítil og óstaðföst, berst barnið eins og rek- ald um reiðan sjó, það nær engri fótfestu um hegðun sína, tilhneigingar þess leita sér óreglubundinnar fullnægingar og miða ekki að neinu siðferðilegu marki. Hlutskipti munaðarleysingjans er sannarlega ömurlegt. I uppeldisstofnunum, þar sem sífellt skiptir um starfsfólk og vökuskipti eru naúðsynleg, á hann þess engan kost að eignast fasta fyrirmynd. Svo rammt kveður að þessu oft og tíðum, að hann býr sér til fyrirmyndina í huganum. Þessir óhjákvæmilegu ágallar á jafnvel beztu uppeldis- heimilum fyrir munaðarleysingja koma mjög skýrt í ljós við hinar merku rannsóknir Barlinghams og Freud,1) er nefnist: Infants without Families. Heimilið og skólinn. Fjölskylduböndin og umhverfið marka djúp spor í barns- hugann. Eigi allsjaldan kemur til beinna árekstra milli þessara áhrifa annars vegar og skólans hins vegar. Barn, sem alið er upp á heimili, þar sem menntun og góður smekkur er í hávegum hafður, er miklu líklegra til þess að laga sig eftir kröfum skólans heldur en barn frá heimili, þar sem þessu er engin viðurkenning veitt. Það er erfitt 1) Hér er sýnilega átt við Önnu Freud.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.