Menntamál - 01.12.1948, Síða 16

Menntamál - 01.12.1948, Síða 16
122 MENNTAMÁL það, að kunnátta barnanna sé allsendis ónóg. Telur nefndin þó, að hún sé sízt minni en verið hafi. Það sé þjóðfélagið, sem breytzt hafi, kröfur þess orðnar harðari og f jölþættari. Menn hafi komizt að miklum gloppumí meðferðmóðurmáls- ins bæði talaðs og ritaðs, menn krefjist undirstöðu-þekk- ingar í helztu tungumálum nútímans, kunnáttu í verklegum efnum er talið ábótavant og æskulýðurinn fái mjög ófull- komna leiðsögn um völundarhús nútíma þjóðfélags. Mest er talið bera á þessari síðast nefndu kvörtun. Eftirsóknin í lélegar skemmtanir, nauða ómerkilegt lestrarefni, au- virðilega músik, að ógleymdum kvikmyndunum, hvers konar glingur til skreytingar á heimilum, allt er þetta talið bera vitni harla lítilli menningu. Tillögur nefndarinnar til þess að bæta úr þessu eru á þá leið, að móðurmálskennsla verði aukin, að byrjað verði að kenna 12 ára börnum ensku, að bætt verði við verklegu kennsluna, þjóðfélagsfræði verði gerð að skyldugrein, mikil áherzla verði lögð á að hjálpa unglingunum til að átta sig í umheiminum, bókmenntir verði betur kylnntar, áukið við kennslu í sögu, landafræði, líffræði, eðlisfræði og efna- fræði auk þess sem fögrum listum verði gefinn miklu meiri gaumur en áður. En til þess, að þetta sé hægt, verður að lengja skólaskyld- una. Og nefndin leggur til, að hún verði lengd um 2 ár, og því 9 ára skólaskylda í landinu. Á. H. Góður gestur. Hér var á ferðinni í haust góður gestur, Hjálmar Bosson skólastjóri frá Tarna í Svíþjóð. Ferðaðist hann milli ýmissa skóla og flutti fyrir- lestra og sýndi kvikmyndir um starf lýðháskólanna. Lýðskólana sækir aðallega fólk kringum tvítugsaldurinn. Hugsjón skólanna er sú að veita alþýðu manna hlutdeild í æðri menningu. Þeim er ætlað að vera nokkurs konar háskólar fyrir almenning. Nem- endur, sem þangað koma, þurfa þvi að hafa öðlazt nokkurn þroska og lífsreynslu til þess að geta haft gagn af dvölinni þar. Saga, þjóðfélags- fræði og bókmenntir eru mjög iðkaðar í skólum þessum og yfirleitt allt það, sem stuðlar að auknum skilningi á mannlegu lífi.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.