Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 115 ur útskrifuð héðan úr kennaraskólanum. En próflausir kennarar voru þá 88. Ekki þurfa því þeir, sem útskrifast héðan að kvíða atvinnuleysi á næstunni. Ekki er enn kunn- ugt, hvernig þetta verður í vetur. En hitt veit ég, að af þeim 26, sem tóku kennarapróf í vor, eru þegar um 20 ráðnir í kennarastöður. Bendir það glöggt til þess, að nem- endur skólans viti, hvað þeir vilja. Um nám og kennslu í skólanum skal ég vera fáorður. Þar hafa þó miklar breytingar á orðið og get ég þeirra helztu. Skólinn var í upphafi 3 vetra skóli, 6 mánuðir á vetri, byrjaði fyrsta vetrardag og endaði þann síðasta. Það var aðeins fyrsta árið, sem hann var settur 1. okt. Inntökuskilyrði voru þessi: Til þess að komast inn í neðsta bekk skólans verður að ganga undir próf, er sýni, að hlutaðeigandi hafi þá kunnáttu og þroska, er hér segir: 1. Hann verður að hafa þekkingu í kristnum fræðum að minnsta kosti eins og nú er heimtað undir fermingu. 2. Hann verður að geta lesið íslenzku skýrt og áheyri- lega, auðvelt, óbundið mál, og geta sýnt að hann skilji efni þess, sem hann les. Hann á að þekkja hinar helztu málfræðilegu hugmyndir og kunna helztu atriði í ís- lenzkri beygingarfræði. Ennfremur á hann að geta skrifað ritvillulítið, og svo að lesmerki séu nokkurn veginn rétt sett, stutta rit- gjörð um kunnugt efni. 3. Hann verður að kunna 4 aðalgreinar reikningsins með heilum tölum og brotum (einnig tugabrot), og hafa leikni í að nota þær til að leysa úr auðveldum dæmum, sem fyrir koma í daglegu lífi. 4. Hann verður að geta lesið dönsku með nokkurn veginn framburði, og hafa farið yfir 100 bls. í 8 blaða broti; þekkja hin allra helztu atriði danskrar beygingarfræði og geta snúið á rétta dönsku auðveldum setningum daglegs máls.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.