Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 43

Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 43
MENNTAMÁL 149 SITT AF HVERJU TÆI Heimili og skóli. í síðasta hefti (júlí—ágúst) Heimili og skóla birtust m. a. þessar greinar: Geta skólarnir verið uppeldisstofnanir? (Hannes J. Magnús- son); Að Hólum (frásögn af kennaramóti á Hólum í Hjaltadal); Aukið samstarf heimila og skóla (Sig. Gunnarsson); Björn H. Jónsson sext- ugur (H. J. M.); Hreinlæti skólabarna (Soffía Stefánsdóttir); Fyrsti heimavistarbarnaskóli á Austurlandi; Snorri Sigfússon námsstjóri heiðraður; Frá kennaramótinu í Stokkhólmi (Sn. S.). Skýrsla Sveins Gunnlaugssonar skólastjóra um kvikmynda- kennslu í unglinga- og barnaskólum á Flateyri skólaárið 191+7—191+8. Skólaárið 1947—1948 fékk cg lánaðar frá kvikmyndasafni Fræðslu- málaskrifstofunnar 38 kennslumyndir. Þessar voru tegundir myndanna: Teikni og gamanmyndir..................... 7 Landafræði og félagsfræði ............... 20 Náttúrufræði og heilsufræði .............. 7 Sögulegt efni ............................ 1 Iþróttamyndir ............................ 3 Sýningar í skólanum voru samtals 82 og svarar það til Jress, að kvik- myndakennsla hafi verið 3 st. á viku allan námstímann. Sökum óþægilegs húsnæðis var ekki hægt að koma kennslu Joessari við í beinum kennslustundum, en sýningar fóru fram síðdegis, ýmist í skólanum eða samkomuhúsi þorpsins, eftir ástæðum. Kennslu hagaði ég þannig: Venjulega sýndi ég myndirnar fyrst án allra skýringa, spurði svo nernendur um þær þegar eftir sýningu hverrar myndar til Jress að komast eftir því, hve mikið hefði náðst við fyrstu sýn. Ég komst á Jrann hátt að því, að eftirtekt barna er furðu glögg, og ekki síður sumra Jieirra, er örðugra eiga um bóklegt nám. Filman varð Jreim betri en margar stundir við stirðan lestur námsefnis. Er ég sýndi myndirnar í annað sinn, undirbjó ég timana rækilega og skýrði myndina jafnóðum og ég sýndi, notaði til þess hljóðnema og gelli í sambandi við vélina. Svo lagði ég fyrir nemendur, 10 ára og eldri, að gera skriflega grein fyrir myndunum. Þetta fannst mér takast vel og sumum ágætlega. Ég tel kvikmyndakennsluna mikinn feng fyrir hvern skóla. Hver not urðu af henni, kom ljóslega fram í prófum barnanna í landafræði og náttúrufræði.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.