Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 4

Menntamál - 01.12.1956, Side 4
130 MENNTAMÁL voru erindin rædd í hópum eftir þjóðerni, og sömdu þeir álitsgerðir um þau. Þá fjallaði allsherjarnefnd um þessar álitsgerðir, og loks var álitsgerð allsherjarnefndar lesin upp á sérstökum umræðufundi, sem allir sátu. Þetta fyrir- komulag er áreiðanlega mjög heppilegt, þar sem hægt er að koma því við, en skilyrði þess er það, að mjög fá mál séu tekin fyrir. Á þessu þingi voru aðeins þrjú mál til umræðu og hvert öðru nátengt, sem sé: 1. Samvinna uppeldisstofnana við foreldra vangæfra barna. 2. Sambandið milli vangæfs barns og uppalanda. 3. Áhrif þau, sem það hefur á börnin að lifa saman í hóp í stofnuninni (Group-dynamics). Það er ekki ætlan mín að gera rækilega grein fyrir því, sem gerðist á þinginu, heldur að drepa lauslega á nokkur atriði, sem mér þóttu sérstaklega athyglisverð. Menn voru á einu máli um það, að uppeldisheimilin yrðu að vera fámenn, til þess að góður árangur næðist. Ef um fjölmenn uppeldisheimili er að ræða, verður að skipta þeim í sjálfstæðar deildir og láta þá helzt hverja deild búa í sérstöku húsi. Margir vildu alls ekki, að slíkar deild- ir eða hópar færu fram úr 20 börnum eða unglingum, enda hefðu sömu mennirnir uppeldi þeirra með höndum. Ekki virtust menn gera sér neinar tálvonir um það, að jafnvel ágætur forstöðumaður eða uppalandi í slíkri stofnun gæti algerlega komið í stað foreldris. — Og kem ég þá að öðru atriði, sem mikið var rætt, sem sé nauðsyn þess, að van- gæft barn, sem er í stofnun, hafi samband við foreldra sína, ef þess er nokkur kostur. Til skamms tíma héldu menn, að uppeldisheimili fyrir vangæf börn þyrftu að vera afskekkt, heimsóknir foreldra og vandamanna voru mjög illa séðar og þær aðeins leyfðar endrum og eins, því að þær hefðu vond áhrif á börnin. Menn vildu helzt ekkert

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.