Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Síða 5

Menntamál - 01.12.1956, Síða 5
MENNTAMAL 131 eiga saman við foreldrana að sælda í þeirri trú, a8 upp- eldisheimilið gæti því aðeins gert góðan mann úr barn- inu, að það væri slitið upp með rótum úr umhverfi sínu. Þessi trú hefur valdið öllum góðum mönum sárum von- brigðum, því að reynslan af uppeldisheimilum, sem þannig hafa verið rekin, er slæm. Þess vegna er nú kappkostað að koma uppeldisheimilunum í nýtt horf, og skal nú drepið á hin helztu atriði, sem einkenna það. Uppalendum barns í stofnun er nauðsynlegt að kynn- ast foreldrum þess og heimilishögum, því að þessi kynni skýra margt í hegðun barnsins og skapgerð, sem mótazt hafa í fjölskyldunni. Það nægir ekki að fá upplýsingar um heimili barnsins, frá mönnum, sem starfa utan stofn- unarinnar. Starfsmenn stofnunarinnar verða að kynnast foreldrum barnsins og heimilishögum persónulega, milli- liðalaust. Með þessu móti tengjast foreldrarnir stofnun- inni, ef svo má segja. Þeir fá skilning á því, hvað stofn- unin reynir að gera fyrir barnið og einnig á því, hvað þeir geta gert fyrir það. Margir foreldrar, sem eiga börn í stofnunum, fyllast gremju og heift, þeim finnst, að geng- ið hafi verið á mannréttindi sín, þeim gerð smán og sekt- artilfinning þeirra er oft rík. Þessari afstöðu foreldranna er oftast hægt að breyta, ef stofnunin sparar sér ekkert ómak til að kynnast foreldrunum og hafa samband við þá. Ráð til þess eru margvísleg: Leyfa foreldrunum og hvetja þá til að heimsækja barnið, rækileg viðtöl við foreldrana bæði á heimilum þeirra og í stofnuninni. Sum uppeldisheimili víla jafnvel ekki fyrir sér að hafa foreldra í heimsókn heilan dag, ef svo ber undir, svo að þeir kynn- ist því sem bezt. Á þennan hátt eyðist tortryggni foreldr- anna, þeir sjá, hvernig barninu líður, hvernig að því er búið og hvað fyrir það er gert og öðlast jafnframt skiln- ing á því, hve barninu er mikils virði, að þeir sjálfir sýni því ræktarsemi og ástúð. Þá eru foreldrar og börn hvött til þess að hafa tíð bréfa-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.