Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 9

Menntamál - 01.12.1956, Page 9
MENNTAMÁL 135 fá þeir að miklu leyti andvirði muna þeirra, sem þeir smíða. Á ýmsum heimilum vinna sumir utan þeirra, eru t. d. við eitthvert iðnám, en búa á heimilinu. Vel þótti Frökkum og fleiri þjóðum gefast, einkum á litlum heimil- um, að hafa saman börn og unglinga á ýmsum aldri t. d. 10—18 ára. Varla þarf að taka fram, að hjón veittu öll- um þeim heimilum forstöðu, sem ég sá, enda telja flestir nú, að slíkt sé sjálfsagt. Frakkar eru mjög listelsk þjóð og öll listmenning stend- ur þar á háu stigi. í rekstri uppeldisheimila er nytsemis- sjónarmiðið ekki eitt ríkjandi hjá þeim, eins og víða vill við brenna, þeir munu jafnvel fúsari en flestar aðrar þjóð- ir, að láta nytsemina víkja, að vissu marki, fyrir fegurð- inni. Á þetta bæði við byggingarstíl, utan húss og innan, húsgögn og innanhúss skraut, enn fremur það sem gert er til prýðis utan húss, skrautgarða, enda hafa Frakkar löngum verið meistarar í garðlist og telja skrautgarða- gerð frá fornu fari til fagurra lista. Þessa fegurðarsjónar- miðs gætti á öllum þeim uppeldisheimilum, sem ég sá, bæði úti og inni. Á hverju heimili voru einhverjir fagrir hlutir, málverk, smíðisgripir o. s. frv. Á einu heimilinu þótti mér og fleirum þó nóg um. Það var heimili fyrir stúlkur á aldr- inum 14—18 ára, og verð ég að segja, að mér gatzt lang- minnst að því. Húsið var í heild ekki hlýlegt. 4—6 stúlkur sváfu saman í litlum herbergum, húsgagna litlum. Tvær góðar setustofur voru þó í húsinu, en ekki var þar heimilis- legt, ég held að enginn stóll hafi verið þar, sem þægilegt var að sitja í. En þarna var sá skrautlegasti arinn, sem ég hef séð, og kann ég ekki að meta hann til fjár. Stórt snyrti- og baðherbergi var þar, svo íburðarmikið og skrautlegt, að lygilegt þætti, ef ég reyndi að lýsa því. Þarna var farið út fyrir meðalhófið. Nytsemi og fegurð verða að blandast í réttum hlutföllum, ef vel á að fara. Höfðu líka ýmsir Frakkar orð á því, að betur hefði farið

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.