Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 15

Menntamál - 01.12.1956, Side 15
MENNTAMÁL 141 marktölur en hér eru sýndar (taka þær t. d. úr Bókasafns- riti I), en engin rík nauðsyn virðist að raða tugaskránni á næsta áratug í mun smærri flokka af því. Þar skyldi hver læra áður af reynslu. Rétt er að vara við því að skipta bókum í hillum eins smátt og tugaskráin skiptir þeim. Hentugra er við af- greiðslu og röðun að láta oftast nokra skylda smáflokka raðast saman í eina stafrófsröð í bókaskápunum. Leyfi- legt er að skipta tímaritum niður í skápana hverju með sinni efnisgrein. En miklu hagsýnna er að safna þeim öllum í einn stað, 050, þar sem hægast er eftirlit með notk- un þeirra, auðfundnastar vantanir, sem oft verða, og unnt að reikna af meðaltalsaukningu hvers árs, hverja skápa- viðbót þarf til að rúma tímaritaaukningu safnsins næstu árin fram undan. Aldrei skyldi reynt í söfnum, eins og gert er víða í heimahúsum, að raða bókum eftir ytra útliti þeirra eða ýmsu persónulegu mati. Allt skal standa í stafrófsröð, að svo miklu leyti sem flokkunin nær ekki til þess að ákveða hverju riti sinn stað og hverju spjaldi sinn stað. Til eru þó í söfnum þau plögg, sem safnað er viku eftir viku (t. d. úrklippur úr blöðum, fjölrit og sumt smáprent) og hvert þeirra látið geymast í tímaröð þeirri, sem það kom, unz það kann að verða flokkað eftir nýjum sjónar- miðum mörgum árum síðar, sumt til varðveizlu, annað til eyðingar. Þetta heitir að geyma í aðfctngaröð. Sum milljónasöfn geyma öll nýleg rit sín í aðfangaröð. Sérdeildir í söfnum. Hér skal ekki rætt um átthagadeild í safni né aðrar deildir, sem kunna að myndast í tilefni merkrar bókagjaf- ar eða í sértilgangi. En barnadeild mun nauðsynlegt að hafa við hvert útlánasafn, nema lána- og lesstofa í kaup- staðarskóla létti því hlutverki af bókasafninu. öllum bók- um, sem aðeins eru börnum ætlaðar, skal þá haldið sér og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.