Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 16

Menntamál - 01.12.1956, Page 16
142 MENNTAMÁL skrifað b á þær fast á undan marktölunni (forstafur mark- talna). Skrá yfir bókartitla er börnum nauðsynleg. Þau muna verr höfunda en fullorðnir. Margt í meðferð rita í barnaskápunum verður að lærast við reynslu og fara eftir allt öðrum reglum en að framan voru sagðar. Ymsir kostir fylgja því að skilja bækur íslenzkra höf- unda alveg frá ritum erlendra manna. Sé það ekki gert, er örðugt að fylgja hinni eðlilegu reglu að raða íslenzkum höfundi jafnan eftir skírnarnafni (með tilvísun frá ætt- arnöfnum), þótt erlendum höfundum verði að raða sam- kvæmt eftirnafni hvers og eins. Þótt þessi þjóðernisskipting yrði alger, má að nokkru ná sama tilgangi með því, að íslenzkar bókmenntir og önnur íslenzk fræði (410 og 949) raðist í aðra skápa en erlendar bókmenntir, en í öðrum hundruðum (200 og 300 og 600 einkum) raðist hin íslenzka bókadeild hundraðsins sér í hóp. Þá er þarflegt að muna, að flestar íslenzkar bækur, sem safnið viðheldur til framtíðar, geta átt eftir að hækka mjög að verðmæti, en um erlendar bækur verður reyndin hið gagnstæða, nema um langlífustu frumheimildir sé að ræða eða þá verk mikilla snillinga.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.