Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 29

Menntamál - 01.12.1956, Side 29
MENNTAMÁL 155 var með mér. Við sitjum saman og eigum heima svo stutt hvor frá ann- arri, að það var gott fyrir okkur að vinna saman, enda eruin við svo góðar vinkonur. Verkefnið, sent við höfðum, var Rússland. Það var létt að vinna að því. Einu myndirnar, sent við fengum, fengum við í skólanum, en engar lieima. Og aðrar lieimildabækur en landafræðina lékk ég ekki. Ég hjálpaði ekki neinum, því að ég hafði nóg með sjálfa mig. Við bjuggum til ritgerð um Rússland og skiptum því í tvo parta þannig, að Berta sagði frá landslaginu, en ég frá gróðrinum. Hinii flokkarnir sögðu líkt frá og við. Þeir skiptu með sér verkefnum. Krakk- arnir hlustuðu vel á frásögnina, og punktuðu síðan niður hjá sér helztu atriði um hvern lyrirlestur. Eftir að frásögnunum var lokið kom próf- ið. Það gekk svona sæmilega. Ég lærði nú nokkuð á þessu, en það hefði mátt vera meira. Ég var víst heldur liit. — Mér finnst þessi aðferð, sem við notuðum vera skemmtiiegasta aðferð, sem ég hef þekkt, eða vitað um, og ég vil Irekar hafa þá aðferð, iteldur en þá gömlu." Eins og hér kemur fram, gefa ritgerðirnar ýmsar upp- lýsingar, sem mikill fengur er að fyrir kennarann. Með gaumgæfilegri athugun og samanburði á þeim, getur hann fylgzt nákvæmlega með viðbrögðum og viðhorfum nem- endanna, — skrifað hjá sér tilsvör, gert mikilvægar rann- sóknir og samanburð, ef hann aðeins vill og nennir að leggja í það vinnu. I þessu sambandi vil ég geta þess, að ég dáðist mjög að því, hve mikla vinnu Glanzelíus lagði í þess- ar athuganir, bæði í sambandi við ritgerðirnar og prófin. Þannig vinnur aðeins sá, sem er kennari af lífi og sál og er gæddur miklum vísindalegum hæfileikum. Hann á orð- ið feikilegt safn slíkra athugana. Sennilega er engin sann- girni að ætlast til, að hver kennari vinni þannig. Hins veg- ar væri að sjálfsögðu mjög æskilegt, að sem flestir gerðu það, — og er Glanzelíus í þessu efni eins og mörgu öðru mikil fyrirmynd kennara. Líklega munu ýmsir telja, að hin spurningamörgu próf hafi truflandi áhrif á nemendur, en svo er alls ekki. Allir vissu, að próf átti að vera að lokum, en enginn vissi, hve- nær það yrði. Það var svo sjálfsagt og hversdagslegt að taka bekkjarpróf, að enginn hugsaði neitt sérstaklega um það. Ég fullyrði, að sumir, líklega margir, bjuggu sig aldrei

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.