Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 34
160
MENNTAMÁL
ara var annar kennaraskólakennarinn, sem ég kynntist.
Hann hafði farið námsför til Gautaborgar.
Þegar vinnu einhvers starfssviðs er lokið, efna kennar-
ar oft til foreldrafunda, þar sem nemendur kynna sjálfir
verkefni sín. Er það einkar vel til fallið. Mér var boðið á
einn slíkan fund, þar sem börnin höfðu unnið sameigin-
lega um skóginn og hin f jölþættu not, sem Norðmenn hafa
af honum. Hinir ungu nemendur sögðu frá algjörlega
blaðalaust og sýndu jafnframt, eftir því sem við átti,
margvíslegar teikningar og línurit til skýringar.
Eins og mörgum er kunnugt, hefur hið frjálsa skóla-
starf einkum miðast við hinar svonefndu lesgreinar. Ég
vil taka hér skýrt fram, að þegar menn á annað borð fara
að starfa samkvæmt hinni frjálsu skólastefnu, verða öll
störf þeirra mótuð í sama anda að meira eða minna leyti.
Varð ég áþreifanlega var við það, bæði í Noregi og Sví-
þjóð. 1 báðum þessum löndum koma árlega út handbækur,
kennslubækur og tæki, varðandi ýmsar námsgreinar, sem
hvetja og styrkja kennara til sjálfstæðra starfa. Má í því
sambandi minna á hina nýju, stórglæsilegu reikningsbók
Norðmanna, ,,Jeg lærer meg sjöl“, í sex heftum. Er hún
beinlínis við það miðuð, að hver og einn starfi samkvæmt
eigin hæfni og hraða. Þá vil ég einnig nefna tvær nýjar
handbækur fyrir nemendur og kennara, „Skattkista", sem
er f jarska aðgengileg handbók í f jórum bindum og „Asche-
hougs Metodeverk“ í tveim bindum, þar sem annað nefn-
ist „Aktivitetsmetode i fádelt skole“. Sýnir það bindi
gjörla, að Norðmenn ætla hinni starfrænu kennslu rúm í
öllum skólaflokkum.
Þótt nefna mætti til viðbótar mörg fleiri dæmi, sem
sýna glöggt markvissa viðleitni Norðmanna til frjálsra,
lífrænna skólastarfa og þá miklu grósku, sem þar er nú
á því sviði, verð ég að láta hér staðar numið.
íslenzkir kennarar þurfa nú að gera sér ljóst, að hin
frjálsu skólastörf ryðja sér ört til rúms í nágrannalönd-