Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 47

Menntamál - 01.12.1956, Side 47
MENNTAMÁL 173 fer svo vel í málinu, og bjóða með lögum, að það tákni annað en verið hefur. íþróttir hafa aldrei merkt hvers konar líkamsæfingar er stefna að því að auka heilbrigði manna og hreysti og eigi heldur vinnuþrek og táp. Hverja íþrótt verður að meta eftir áhrifum hennar í þessum efnum. Þarna dugar ekkert minna en sérstakt heiti, og hefur orðið leikfimi verið notað um hið jákvæða í íþrótt- unum, en hið neikvæða er nafnlaust, og íþróttirnar því nefndar slæmar, bjánalegar eða óþverra íþróttir. Og góð- ar íþróttir má gera slæmar með því að beita þeim óvitur- lega (lyftingar) eða að iðka einstakar íþróttir svo úr hófi, að þær verða til þess að veikja og afskræma. Knatt- spyrnumenn mega ekki búast við því að verða sérstaklega rómaðir fyrir líkamsfegurð eða stílfagra framgöngu, nema því aðeins, að þeir æfi leikfimi, sem læknar hnjaskið og vinnur á móti líkamslýtum, sem þeim áskapast með hlaupunum. Öll er lagagreinin um efnið, en andinn á hér ekkert hæli. Engin orð hníga að því að lappa þurfi upp á vitið og vilj- ann eða temja þurfi skapgerðina. Tvívegis varð Þór reið- ur, meðan á átökunum stóð inni hjá Loka, þó að hann stillti sig um það að lyfta hamrinum, en það hefur fregnazt af hetjum nútímans, að þær hafi hlaupið grenjandi heim til móu og kært yfir því, að krakkarnir hafi verið vondir við sig, ef þeim hefur mistekizt eða ekki reynzt öllum fremri. Slík geðtruflun er jafnvel hættulegri en slæmt beinbrot, þar sem hægt er að koma spelkum við. Lög- gjöf þessi er annars gerð af góðum vilja og stórhug, sund- kunnáttan er lögleidd, en hún er jafn sjálfsögð og lestr- arkunnáttan, og ákveðnar bendingar gefnar til starfs og' dáða. En hugtakaruglinginn, sem þarna hefur náð að festa i’ætur, tel ég mesta óhapp, sem hent hefur þjóð vora um mína daga, verra en Heklugos og harðæri. Harðærunum léttir og sandurinn grær, en hugtakaruglingurinn heldur áfram að lifa og sljóvga þjóðina, þangað til eigi verður

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.