Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 50

Menntamál - 01.12.1956, Side 50
176 MENNTAMAL unnt væri, að koma því til leiðar, að allir góðir tslend- ingar hætti að telja íþróttir heilsusamlegar líkamsæfingar. Guð sé með ykkur öllum! 1. október 1956. Lárus J. Rist. Lárust Rist kom lieim írá námi liaustið 1906 og hóf þá kennsltí við gagnfræðaskólann á Akureyri. A hann því hálfrar aldar kennaraaf- mæli á þessu hausti. Lárus kenncli eirikum leikfimi, bæði við gagn- fræðaskólann og barnaskólann á Akureyri, og sund kenndi hann á Akureyri frá 1907—22, enda einn af vakningarmönnum sundlistarinn- ar hérlendis, svo sem alkunnugt er. Atik þess kenndi Lárus nokkuð bóklegar greinar, m. a. landafræði, náttúrufræði og reikning. Lárus er brennandi í andanum og vakningarmaður engu síður nú en fyrir hálfri öld. Hann er hugsjónamaður og húmanisti. Á þessum tímamótum ltefur Lárus ritað framanskráða grein. Ritslj. Frá Bindindisfélagi íslenzkra kennara. Aðalfundur Bindindisfélags ísl. kennara var haldinn í Kennara- skólanum miðvikudaginn 6. júní s. 1. Formaður félagsins, Hannes j. Magnússon, flutti skýrslu um störf síðasta árs. Hafði félagið átt aðild ;ið bindindissýningunni og tekið jrátt i stofnun Landssambands gegn áfengisbölinu. Þá efndi lél. til ritgerðarsamkepjjni um bindindismál meðal 12 ára barna og liét verðlaunum fyrir þrjár beztu ritgerðirnar á hverju námsstjórasvæði. Enn fremur lagði félagið til mann í rit- stjórn barnablaðsins ÆSKAN og beitti sér fyrir útgáfu fræðslurits um bindindismál til notkunar í barnaskólum, og kemur það út í sumar. Fundurinn gerði nokkrar ályktanir um framtíðarstarfið, en félag- ið nýtur styrks frá áfengisvarnarráði til starfsemi sinnar. Stjórn félagsins skipa: Hannes J. Magnússon, skólastjóri, Akuieyri, Helgi Tryggvason, kennari, Reykjavík, Jóhannes Óli Sæmundsson, námsstjóri, Akureyri, Eirikur Sigurðsson, yfirkennari, Akureyri og Kristján Gíslason, kennari, Reykjavík. Stjórn II. í. K.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.