Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 51

Menntamál - 01.12.1956, Page 51
MENNTAMÁL 177 Félagslíf í Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir GuSrúnu Erlendsdóttur, Hrafnkel Thorlacius og Sveinbjörn Björnsson. Árið 1846 varð Reykvíkingum oft litið austur á hæðina handan lækjarins, og fullir lotningar virtu þeir fyrir sér hið tignarlega stórhýsi, sem þar var nýreist. Þetta hús hafði hans hátign konungurinn gefið þjóðinni til þess að æskumenn ættu betra með að nema erlendar tungur og spakleg fræði. Þótti mönnum sýnt, að sá góði maður væri ekki að skera gjafir sínar við nögl, þegar hann tæki sig til á annað borð. Síðan eru liðin 110 ár, og enn er æskufólk við nám í þessum skóla. Það kynnist íslenzkum bókmenntum, nem- ur erlend mál, sögu þjóðanna, náttúrufræði, stærðfræði, eðlis- og efnafræði og yfirleitt allt, sem nöfnum tjáir að nefna og því má síðar að gagni koma. En jafnhliða náminu halda menntlingar uppi öflugu félagslífi innan skólans, og má segja, að sá þáttur skóla- haldsins sé mun fróðlegri fyrir ókunnuga en kennslan sjálf. I þessari grein verður leitazt við að skýra frá félags- lífi menntlinga, þótt ekki sé við því að búast, að unnt sé að gera þessu máli full skil með orðum einum. Hverjum skóla er nauðsyn að halda uppi félagslífi meðal nemenda til þess að auka tilbreytni og stuðla að nánari kynnum þeirra í milli. Til þess að fullnægja þess- um þörfum hafa nemendur flestra skóla stofnað með sér

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.