Menntamál - 01.12.1956, Síða 58
184
MENNTAMÁL
ur haldnar frammi fyrir arninum í hinum vistlega sal, þar
sem farið er með leikþætti, spilað á píanó og um fram allt
sungið. Er þá mikið undir því komið að fá söngelskan kenn-
ara með í ferðina, svo að hann geti haldið uppi söng. Þá
geta stúlkurnar sýnt, hve góð húsmóðurefni þær eru, því
að þær elda ofan í allan hópinn. En enda þótt grauturinn
brenni við hjá þeim, skyggir það ekki á gleði okkar, því
að oftast eiga þær gómsætar kökur í pokahorninu, og
bæta þær upp grautinn, enda kann að vera, að mamma
hafi haft hönd í bagga með bakstri þeirra.
Selsferðir tengja nemendur föstum félagsböndum. Eig-
inlega má segja, að nemendur 3. bekkjar kynnist ekki veru-
lega fyrr en að lokinni fyrstu selsferð. Við nemendur þrá-
um selsferðirnar rétt eins og jóla- og páskafrí, enda lyfta
þær okkur upp úr drunga hversdagsleikans.
Af ofanrituðu er augljóst, að félagslíf menntlinga er
ekki skorið við nögl sér. Líklega er það heldur fjölbrevtt-
ara en það var árið 1846, er skólinn var reistur. Ekki er-
um við dómbær um, hvort allir nemendur hafi haft hagnað
af því eður ei. Auðvitað er það undir hverjum og einum
komið, að hve miklu leyti hann notfærir sér þá dægradvöl,
sem fyrir hendi er. En sé hún notuð af skynsemi og lögð
alúð við að beita henni hverju sinni til andlegs þroska jafnt
sem skemmtunar, má enn líta með nokkurri lotningu í átt-
ina að húsinu handan lækjarins.