Menntamál - 01.12.1956, Síða 83
MENNTAMAL
209
Núverandi stjórn félagsins skipa: Hannes j. Magnússon formaður,
Eiríkur Sigurðsson ritari og Páll Gunnarsson gjaldkeri.
Á fundinum urðu miklar umræður og samþykktar nokkrar álykt-
anir og meðal annars eftirfarandi:
„Aðalfundur Kennarafélags Éyjafjarðar, haldinn á aldarfjórðungs-
afmæli þess, telur, að sú staðreynd blasi nú þegar við augum, að hug-
ur hinnar yngri kynslóðar stefni nú meir frá framleiðslustörfum og
líkamlegri vinnu en telja verður æskilegt með fámennri þjóð í lítt
numdu landi.
Lítur fundurinn svo á, að þótt benda megi á ýmsar ytri orsakir til
þessa fyrirbæris, þá kunni þó aðrar og lítt athugaðar ástæður að valda
hér miklu um.
Þess vegna telur fundurinn æskilegt, að ríkisstjórnin skipi nefnd
hæfra manna til þess að athuga uppeldishætti þjóðarinnar nú,
skemmtanalíf og lífsvenjur með það fyrir augum, að leitað sé að
ágöllum, sem á þessum þáttum í uppeldi hennar og menningu kunna
að leynast og tillögur gerðar til úrbóta.
Fundinum var slitið laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld.
Rúmlega 50 kennarar eru nú í Kennarafélagi Eyjafjarðar.
Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða.
14. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn á ísafirði dag-
ana 13. og 14. október.
Formaður félagsins, Jón H. Guðmundsson, setti fundinn með ræðu.
Forsetar voru kosnir: Sveinn Gunnlaugsson, Flateyri, og Friðbjörn
Gunnlaugsson, Patreksfirði.
Ritarar voru kosnir: Guðm. Ingi Kristjánsson og Guðni Jónsson.
Á fundinum voru mættir 32 kennarar af félagssvæðinu og auk
jjess námsstjórarnir Snorri Sigfússon og Þórleifur Bjarnason.
Kennarar barnaskólans á ísafirði buðu öllum til kaffidrykkju í
kennarastofu barnaskólans.
Erindi á fundinum fluttu:
Þórleifur Bjarnason námsstjóri: Sögukennsla í skólum.
Snorri Sigfússon námsstjóri: Uppeldisgildi sparnaðar.
Ragnar H. Ragnar skólastjóri: Söngkennsla í skólum.
Meðal ályktana, er fundurinn gerði, voru:
1. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða álítur að sparifjársölnun
skólabarna, sem Snorri Sigfússon námsstjóri hefur haft frumkvæði að
og barizt fyrir, sé fyrst og fremst þýðingarmikið og merkilegt upp-
eldismál, sem miðar að siögæðisþroska barna og unglinga.
Þar af leiðandi ber foreldrum, kennurum og öðrurn þeim, er bera