Menntamál


Menntamál - 01.08.1959, Blaðsíða 113

Menntamál - 01.08.1959, Blaðsíða 113
MENNTAMÁL 207 rökstólum flesta daga til kl. 18.00 eða 19.00. Matarhlé var oftast frá kl. 13—15. Um miðja vikuna (fimmtud.) var enginn síðdegisfundur. (Þá notaði ég tímann til þess að fræðast í fræðslumálaskrifstofu Hamborgar). Þinginu var slitið laugardaginn 7. marz kl. 13.00. Auk fundarsetu þurftu þátttakendur tíma til þess að athuga það, sem fram kom á fundunum, og búa sig undir næsta fund. Það verður því vart annað sagt en að vel hafi verið fyrir því séð, að þátttakendur gætu ekki slegið slöku við! Þess skal þó getið, að fyrsta og síðasta kvöld þingsins var kvöld- verður í húsakynnum uppeldismálastofnunarinnar, til þess að fólkið gæti kynnzt við léttara hjal. Fáum vikum áður en þingið hófst sendu þátttakend- urnir hver um sig stutt yfirlit yfir skipan skólamála lands síns til stofnunarinnar í Hamborg, svo og hvernig háttað er menntun kennaranna. 1 byrjun þingsins fékk hver þátt- takandi stutta yfirlitsskýrslu um þessi atriði, og auðveld- aði það mjög þingstörfin. Ýmis önnur gögn voru okkur fengin í hendur til glöggvunar og leiðbeininga. Að lokinni þingsetningu var dr. Hans Reimers, einn af fræðslumálastjórum Hamborgar, kjörinn forseti þings- ins, og stjórnaði hann öllum sameiginlegum fundum þess með miklum skörungsskap og lipurð. Þátttakendur fluttu mál sitt á ensku, frönsku eða þýzku, og voru ræður þeirra þýddar jafnóðum á bæði hin málin. II. Þingstörfum var þannig háttað, að fyrstu 2 dagana greindu fulltrúar frá ástandi og horfum í skólamálum í hverju landi fyrir sig og þá einkum frá því, er varðar þörf fyrir kennara og aukna menntun þeirra. Næstu 2 dagana var þátttakendum skipt í 4 starfshópa, og voru málin þá brotin til mergjar. Síðustu 2 dagana voru aftur sameiginlegir fundir og þá ræddar niðurstöður starfshóp- anna. Þessi starfstilhögun gafst mjög vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.