Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 4

Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 4
98 MENNTAMÁL skólamenntun, tali móðurmál sitt skýrt og stórlýtalaust. Er þó víða við ramman reip að draga, þar sem mállýzkur eru einatt margar og erfitt að uppræta sérkenni þeirra. Þar má því oft greina menntunarstig fólks á málfari þess. Til skamms tíma hefur slíkur greinarmunur varla þekkzt hér á landi. Allur þorri almennings, sem þá var að mestu leyti alinn upp í strjálbýli sveitanna, hafði þegar á æskuskeiði lært að tala skýrt. Margir unglingar höfðu fengið prýðilega raddþjálfun við að lesa sögur upphátt á kvöldvökum. Á flestum heimilum var lögð mikil rækt við að kenna ung- lingum þokkalegt málfar. Þetta var forn menningararfur þjóðarinnar. Sá, sem var illa talandi, var ekki maður með mönnum, hvarvetna skotspónn miskunnarlausra háðfugla og hermikráka. Því nær sem dregur miðbiki 20. aldar, því stórfelldari verður flutningur þjóðarinnar úr strjálbýli í þéttbýli bæja og borga. Málhraðinn eykst. Börn hætta að læra málið nær eingöngu á heimilum sínum. Foreldrarnir eru önnum kafnir við störf, sem börnin geta ekki tekið þátt í. Afi og amma, sem einatt höfðu mikil áhrif á málþroska barna, eru ef til vill á elliheimili eða eiga heima í fjarlægri sveit. Leikfélagar götunnar móta æ meir málfar yngstu kyn- slóðarinnar. Hér hlaut því að stefna að hinu sama, sem víða er er- lendis, að kennsla í réttum og skýrum framburði móður- málsins yrði fyrst og fremst viðfangsefni skólanna. En íslenzkir skólar voru ekki undir þetta búnir. Þeir voru því vanir að fá enmendur sína sæmilega talandi, og var því á fyrstu tugum aldarinnar lítið fengizt við að kenna fram- burð móðurmálsins í íslenzkum skólum. Á þessum áratugum breiddist óðfluga út — að minnsta kosti hér í Reykjavík — mállýzkufyrirbrigði það, er nefnt hefur verið flámæli. Árið 1929 hlustaði ég á lestrarpróf í mörgum bekkjum Barnaskóla Reykjavíkur og athugaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.